BPA bannað í pelum – ESB grípur til aðgerða 11/28/2010

Evrópusambandið hefur nú ákveðið að banna BPA (Bisphenol-A) í pelum frá og með miðju næsta ári. Mikil umræða hefur verið um efnið en rannsóknir benda til þess að það geti haft óæskileg áhrif á líkamann. Neytendablaðið hefur fjallað um skaðsemi BPA hér og hér

Danmörk, Frakkland. Ástralía og Kanada hafa þegar bannað BPA í pelum auk nokkurra fylkja Bandaríkjanna. Neytendasamtökin sendu yfirvöldum hér á landi erindi í janúar á þessu ári og kröfðust þess að efnið yrði bannað í pelum ...

Fimm landssamtök og þjónustuaðilar hvetja til breyttrar stefnumótunar og meiri aðgæslu

Ný frönsk vísindarannsókn bendir til þess að langtíma neysla erfðabreyttra afurða kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar. Rannsóknin sýnir skaðleg heilsufarsáhrif erfðabreytts maísyrkis sem víða er notað í dýrafóður og matvæli og varpar hún þar með ljósi á alvarlegar brotalamir í leyfisveitingakerfi sem notast er við í ...

Ný rannsókn sýnir að all margar matvörur sem innihalda erfðabreytt efni eru seldar í verslunum hér á landi án þess að um það sé getið á vörumerkingum. Frá og með síðustu áramótum tók gildi reglugerð sem kveður á um að merkja skuli matvæli sem innihalda erfðabreytt efni.

Neytendasamtökin, Matvæla- og veitingafélag Íslands og Náttúrulækningafélag Íslands könnuðu nýverið úrval amerískra matvæla ...

Evrópusambandið hefur nú ákveðið að banna BPA (Bisphenol-A) í pelum frá og með miðju næsta ári. Mikil umræða hefur verið um efnið en rannsóknir benda til þess að það geti haft óæskileg áhrif á líkamann. Neytendablaðið hefur fjallað um skaðsemi BPA hér og hér

Danmörk, Frakkland. Ástralía og Kanada hafa þegar bannað BPA í pelum auk nokkurra fylkja Bandaríkjanna. Neytendasamtökin ...

Beðið verður með að setja reglur um merkingu á erfðabreyttum matvælum og fóðri hér á landi þar til viðræðum EFTA-landanna og ESB lýkur og ákvæði um þetta verða tekin upp í EES-samninginn. Þetta kemur fram í svari sem Neytendasamtökin hafa fengið frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu en Neytendasamtökin sendu erindi til ráðuneytisins þann 13. apríl sl. um að slíkar reglur verði ...

Ríkisstjórn Írlands hefur ákveðið að banna ræktun á erfðabreyttum plöntum. Jafnframt hefur verið ákveðið að heimilt verði að merkja matvörur sem ekki eru erfðabreyttar né innihalda erfðabreytt hráefni að hluta með sérstöku merki, sjá hér að neðan. Þetta á meðal annars við um kjöt, egg, fisk og mjólkurafurðir.

Þessar fréttir vekja athygli. Á sama tíma og írsk stjórnvöld taka þessa ...

Í bréfi frá Neytendasamtökunum til Umhverfisstofnunar frá 26. maí segir:

iNeytendasamtökin beina þeim eindregnu tilmælum til Umhverfisstofnunar að ORF Líftækni hf. verði ekki veitt leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti eins og fyrirtækið hefur óskað eftir.

Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var seinni hluta septembermánaðar sl. var fjallað um erfðabreyttar afurðir. Ályktun sem þingið samþykkti var svohljóðandi ...

Þótt ný leg IMG-Gallupkönnun hafi sýnt að 90% landsmanna vilji að erfðabreytt matvæli séu merkt veldur aðgerðaleysi stjórnvalda á þessu sviði því að neytendum er enn ekki tryggður grundvallarréttur til valfrelsis um þau matvæli er þeir velja fjölskyldum sínum. Erfðabreytt matvæli eru nær örugglega á boðstólum í flestum íslenskum matvörubúðum, án þess að þau séu auðsjáanleg neytendum þar sem þau ...

Hitt Húsið, Neytendasamtökin og Reykjavíkurborg standa fyrir ókeypis fjármálafræðslu fyrir ungt fólk, 16-25 ára,í Hinu Húsinu Pósthússtræti. Námskeiðið er ókeypis!
Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera færir um að stjórna eigin fjármálum á ábyrgan hátt. Allir þátttakendur fá í hendur USB lykil sem hefur að geyma persónulegt bókhaldsforrit og fjármálafræðslu á mannamáli.

Námskeiðið er fyrir þá sem:

  • Vilja ...
Neytendasamtökin eru aðilar að Alþjóðasamtökum neytenda (Consumer International) ásamt 240 öðrum samtökum neytenda í samtals 115 löndum. Stefna Alþjóðasamtaka neytenda grundvallast á átta lágmarkskröfum sem um leið eru grundvöllur að starfi Neytendasamtakanna. Þessar kröfur eru:
 
  • Réttur til að fá notið grunný arfa
  • Réttur til öryggis
  • Réttur til upplýsinga
  • Réttur til að velja
  • Réttur til áheyrnar
  • Réttur til bóta
  • Réttur til ...
Ein af merkustu konum síðustu aldar var líffræðingurinn og rithöfundurinn Rachel Louise Carson en hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1907. Tímaritið „The Time“ taldi Carson meðal 100 mikilvægustu frumkvöðla á síðustu öld en útgáfa bókar hennar „Raddir vorsins þagna“ markaði tímamót í sögu umhverfisverndar og er gjarnan talin upphaf umhverfishreyfingarinnar eins og við þekkjum hana í dag.

Til að forvitnast ...

Finnur þú ekki verð á vörunni sem þú ætlar að kaupa? Er verð á hillukanti annað en kassaverð? Skilar tilboðsverð sér á kassann?

Verðupplýsingar eru mjög mikilvægar og því er alvarlegt ef þær eru rangar eða hreinlega ekki til staðar. Sérstaklega er mikilvægt að verðmerkingar í matvörurverslunum séu góðar. Neytendasamtökin hvetja neytendur til að taka þátt í samstilltu átaki í ...

Áfrþjunarnefnd neytendamála hefur sent frá sér úrskurð þar sem staðfest er ákvörðun Neytendastofu sem sneri að auglýsingum Heklu um ,,græna" bíla. Niðurstaðan er því sú að bifreiðar knúnar eldsneyti geti ekki talist ,,grænar" í þeim skilningi sem Hekla vildi meina i auglýsingum sínum. Neytendasamtökin, sem upphaflega kvörtuðu til Neytendastofu vegna auglýsinganna, fagna þessari niðurstöðu mjög, og telja hana vera í ...

Alþjóðadagur neytendaréttar er haldinn árlega þann 15. mars. Þar er meðal annars minnst sögulegrar yfirlýsingar fyrrum forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy frá 15. mars 1962 um grundvallarréttindi neytenda.
Yfirlýsingin leiddi að lokum til alþjóðlegrar viðurkenningar ríkisstjórna og Sameinuðu þjóðanna, en allsherjarþingið samþykkti á árinu 1985 sérstakar leiðbeiningar um neytendavernd. Þar segir m.a. að allur almenningur, án tillits til tekna ...
Neytendasamtökin hafa um árabil fjallað um skaðsemi transfitusýra. Fyrir ári síðan sendu samtökin erindi til umhverfisráðherra og hvöttu til þess að teknar yrðu upp sömu reglur og í Danmörku hvað varðar leyfilegt magn transfitusýra í matvælum. Í lok síðasta árs ítrekuðu Neytendasamtökin erindið við umhverfisráðherra auk þess sem heilbrigðisráðherra var sent erindið. Sjá erindi

Danska þingið setti lög um transfitusýrur ...

Nýtt efni:

Messages: