}

Eftir París: Loftslagsbreytingar- staða og framtíðaráskoranir

Location
Not located
Start
Tuesday 02. February 2016 12:00
End
Tuesday 02. February 2016 13:30
back month

Related content

Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 2. febrúar nk. frá kl. 12:00-13:30 býður Landvernd til hádegisfyrirlestrar í Safnahúsinu við Hverfisgötu um stöðu loftslagsmála í kjölfar heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í desember sl.

Farið verður yfir samninginn sem þar var undirritaður af þjóðum heims og hvaða þýðingu hann hefur fyrir loftslagsmálin í heiminum. Staða Íslands verður sérstaklega skoðuð í þessu ljósi og rætt verður um skuldbindingar ríkisstjórnarinnar og fyrirtækja í loftslagsmálum.

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands flytja erindi um Parísarsamninginn og að því loknu verða pallborðsumræður. Tekið verður við spurningum úr sal.

Þetta er frábært tækifæri fyrir fólk til að kynna sér efni samningsins og hvaða þýðingu hann hefur á Íslandi og á alþjóðavísu.

Í pallborði sitja:

  • Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis og auðlindaráðuneyti
  • Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
  • Snorri Baldursson, formaður Landverndar
  • Hrönn Hrafnsdóttir, Reykjavíkurborg
  • Nína M. Saviolidi, Grugg, vefrit um umhverfismál

Fundarstjóri er Ellý Katrín Guðmundsdóttir, borgarritari.

Sjá viðburðinn á Facebook.

Birt:
Jan. 26, 2016
Tilvitnun:
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands „Eftir París: Loftslagsbreytingar- staða og framtíðaráskoranir“, Náttúran.is: Jan. 26, 2016 URL: http://www.natturan.is/d/2016/01/26/eftir-paris-loftslagsbreytingar-stada-og-framtidar/ [Skoðað:July 26, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Messages: