Brekkulækur er bóndabær í Húnaþingi vestra, 200 km frá Reykjavík. Bærinn stendur við Miðfjarðará og næsta þettbýli er Hvammstangi, 20 km í burtu.

Nú eru 5 ár liðin síðan kjötið frá Brekkulæk var vottað frá vottunarstofu TÚN ehf. og hefur það fengið góð meðmæli kaupanda. Lífræn ræktun felur í sér að ekki er borinn tilbúinn áburður á túnin, lyfjagjöf er minni og ekki er notað grænfóður. Ærnar á Brekkulæk hafa meira pláss í fjárhúsum og geta farið út allan veturinn og þær eru rúnar aðeins einu sinni á ári. Sláturhúsið á Hvammstanga er einnig vottað frá vottunarstofu TÚN ehf.

Nú er slátrun lokið og komið nýtt kjöt! Nú er boðið upp á fleiri möguleika en áður:

  • Heilir skrokkar munu verða á 1.056 kr/kg með vsk.
  • Frampartur með hrygg á 883 kr/kg með vsk.
  • Frampartur án hryggjar á 802 kr/kg með vsk.
  • Hryggur einn sér á 1.284 kr/kg með vsk.

Læri verða ekki seld sér. Hryggur er ca. 3 kg, frampartur ca. 8 kg og heilir skrokkar eru á bilinu 12-21 kg, að meðaltali 16 kg. Kjötið er selt frosið og sagað að óskum kaupanda.
Kjötið verður sent með Landflutningum til Reykjavíkur eða annara áfangastaða og borgar viðtakandi flutninginn.

Þeir sem áhuga hafa á að panta lífrænt kjöt frá Brekkulæk, þyrftu að drífa í því að hafa samband við Friðrik eða Henrike. Netpóstur er: rik@simnet.is og síminn á bænum er: 451 2977.

Sjá lífræn býli á Íslandi, þ.á.m. Brekkubæ á græna Íslandskortinu. Smellið á nafn bæjarins t.h. til að fá nánari upplýsingar.

Birt:
Oct. 6, 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt lambakjöt frá Brekkulæk 2008“, Náttúran.is: Oct. 6, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/10/06/lifraent-lambakjot-fra-brekkulaek/ [Skoðað:May 31, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Oct. 22, 2009

Messages: