Vistvernd í verki sem er íslenska heitið á Global Action Plan for the earth (GAP), alþjóðlegu umhverfisverkefni fyrir heimili en Ísland er eitt af 19 löndum sem verkefnið hefur náð fótfestu í. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Vistvernd í verki byggist á hópstarfi þar sem fulltrúar 5 til 8 heimila koma saman til 7 fræðslufunda á 10-12 vikna tímabili. Nýtt merki hefur verið hannað fyrir verkefnið. Höfundur nýja merkisins er Hrafn Þorri Þórisson.
-
Hvað er Vistvernd í verki?
Samspil við náttúruna.
Náttúran er uppspretta lífsgæða okkar. Maðurinn lifir í og af náttúrunni. Til að stuðla að því að sambýli okkar við náttúruna gangi vel þarf að sýna tillitsemi í umgengni við hana. Fara vel með auðlindirnar og takmarka mengun. Eðlilega spyrja margir hvað þeir geti gert til að stuðla að hreinna og betra umhverfi. Svarið liggur ekki alltaf í augum uppi. En það er ýmislegt hægt að gera.

Sjá nánar á vef Vistverndar í verki.


Birt:
Sept. 6, 2006
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistvernd í verki fær nýtt merki“, Náttúran.is: Sept. 6, 2006 URL: http://www.natturan.is/d/2007/03/20/vistvernd_new_merki/ [Skoðað:Dec. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 20, 2007
breytt: May 19, 2007

Messages: