Neysla á lýsi eykst með hverju árinu sem líður og á það jafnt við um lýsi sem tekið er inn á gamla mátann eða inntöku á lýsisperlum. "Það kemur okkur á óvart," segir Adolf Ólason, markaðsstjóri neytendavara hjá Lýsi. "Að taka lýsi á gamla mátann er svolítið rómantískt, gamaldags og flott."

Hver lýsisperla inniheldur 280 milligrömm af þorskalýsi en auk þess gelatín og glþseról. Gelatín er hlaupkennt, litlaust og bragðlaust hleypiefni sem í dag er unnið úr beinum og húð svína og nautgripa auk ákveðinnar tegundar af þörungum. Telst gelatín sem hráefni en ekki aukaefni og eru notkunarmöguleikar þess fjölbreyttir. Er það nýtt í ýmis matvæli eins og í matarlím, sælgæti, sultur, hlaup, ís, niðursoðnar kjötvörur og fleira.

"Við stefnum á að koma með fiskigelatínafurðir," segir Adolf en málið sé hins vegar að gelatín unnið úr fiskafurðum sé bæði mun dýrara í framleiðslu auk þess sem það sé ekki eins stöðugt efni. Fyrir þá sem ekki vilja neyta afurða sem unnar eru úr dýrum bendir Adolf á að boðið sé upp á fljótandi lýsi í flöskum til inntöku.

"Það er staðreynd að fiskigelatín kemur einhvern tímann síðar því það er framtíðin."

Myndin er af þorskalýsi en hér á Náttúrumarkaði er hægt að kaupa allar tegundir af lýsi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
May 1, 2008
Höfundur:
ovd
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
ovd „Lýsið - gamaldags og rómantískt“, Náttúran.is: May 1, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/05/01/lysio-gamaldags-og-romantiskt/ [Skoðað:Jan. 28, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: