Fimmtudaginn 5. júlí kl. 17:00 fer fram listaverkauppboð undir fyrirsögninni „Að sökkva eða stökkva“ í Galleríi Start Art að Laugavegi 12b

Sýning Að hrökkva eða stökkva hefst þriðjudaginn 3. júlí kl. 15:00 með blaðamannafundi í Start Art. Sýningin verður opin 3. og 4. júlí til kl. 19:00 báða daga. Á uppboðsdaginn, 5. júlí, verða verk og höfundar kynnt klukkutíma áður en uppboð hefst. Listaverkauppboðið er til styrktar ráðstefnunni “Saving Iceland” 2007 sem haldin verður helgina 7. og 8. júlí. Þar munu sérfræðingar og fulltrúar baráttusamtaka frá fimm heimsálfum fjalla um hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna.

Sjá nánari um ráðstefnuna á vefnum savingiceland.org.
Sjá dagskrá ráðstefnunnar.Eftirtaldir listamenn eru meðal þeirra sem gefa verk til uppboðsins:

Áslaug Thorlacius, Birgir Andrésson, Eggert Pétursson, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristinn G. Harðarson, Kristín Reynisdóttir, Magnús Pálsson, Ólafur Lárusson, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir.

Hér gefst gullið tækifæri til að slá flugurnar tvær í einu höggi: Annars vegar að eignast dáyndisgott listaverk og hins vegar að styðja og styrkja lýðræðislega umræðu og ákvarðanatöku um málefni sem skipta mun sköpum fyrir okkur öll – jarðarinnar börn.
Ef einhverjar spurningar, vinsamlegast hafið samband.
Myndin er af verki eftir Eggert Pétursson, eins listamannanna sem eiga verk á uppboðinu.
Birt:
July 3, 2007
Höfundur:
Skipuleggjendur
Tilvitnun:
Skipuleggjendur „Að sökkva eða stökkva - Listaverkauppboð“, Náttúran.is: July 3, 2007 URL: http://www.natturan.is/d/2007/07/03/skkva-e-stkkva-listaverkauppbo/ [Skoðað:Dec. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: July 10, 2007

Messages: