Hver ræður hvað þú borðar? er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður 16. október á Grand Hótel. Það er Matvæla- og næringarfræðafélagið (MNÍ) sem stendur fyrir Matvæladeginum 2007. Efni dagsins er þekking á matvælum, upplýsingar og val.

Fjöreggið 2007, verðlaun sem veitt eru fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði verða einnig veitt á ráðstefnunni (kl. 12:45). Dómnefnd á vegum MNÍ hefur tilnefnt fimm aðila til að hljóta verðlaunin, eftir að félaginu barst fjöldi ábendinga um verðuga verðlaunahafa.

Þeir sem tilnefndir eru til Fjöreggsins 2007:

  • Áslaug Traustadóttir, grunnskólakennari - Frumkvöðull í að auka áhuga ungs fólks á matargerð með ný stárlegum hætti.
  • Ávaxtabíllinn - Frumkvöðlastarf sem eykur aðgengi fólks að ávöxtum og hvetur til ávaxtaneyslu í dagsins önn.
  • Fylgifiskar - Hafa komið íslenska fiskmetinu á hærra plan og hafa gert fiskinn að veislumat í hugum nútímamannsins.
  • Móðir náttúra - Frábært framtak sem bæta mun mataræði þjóðarinnar. Nýtt fæði, sérlega trefjaríkt og aukin viðbót í flóru heilsurétta.
  • MS Stoðmjólk - Járnbætt mjólk sem löguð er að næringarþörf íslenskra barna frá 6 mánaða til tveggja ára aldurs.
Dagskrá Matvæladagsins, þriðjudaginn 16. október kl. 12-17:
Fundarstjóri er Inga Þórsdóttir, prófessor Matvæla- og næringarfræðiskor HÍ.

12.00 - Skráning
12.30 - Ávarp formanns - Guðrún E. Gunnarsdóttir, formaður MNÍ.
12.35 - Setning - Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
12.45 - Afhending Fjöreggs - Formaður dómnefndar.
13.00 - Skilningur á hegðun neytenda - Richard Shephard, University of Surrey, Bretlandi.
14.00 - Hið frjálsa val - Þróun mataræðis á Íslandi frá tímum haftabúskapar til frjálsræðis og markaðshyggju - Laufey Steingrímsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands.
14.30 - Kaffihlé.
15.00 - Auðvelda merkingar val á hollu fæði? - Brynhildur Briem og Jónína Stefánsdóttir, Umhverfisstofnun.
15.15 - Þekking á matvælum - ábyrgð framleiðenda - Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtök iðnaðarins.
15.30 - Miðlun upplýsinga um efnainnihald matvæla - gagnagrunna. - Ólafur Reykdal, Mattís
ohf.
15.45 - Viðhorf og þekking á næringu og hollustu - mikilvægi menntunar. - Anna Sigríður Ólafsdóttir, Kennaraháskóli Íslands.
16.00 - Næring barna og unglinga á leikskóla- og skólatíma - Jóhanna E. Torfadóttir, Menntasvið Reykjavíkurborgar.
16.15 - Miðlun upplýsinga til neytenda? - Brynhildur Pétursdóttir, Neytendasamtökin.
16.30 - Samantekt.
17.00 - Ráðstefnuslit.

Fyrir þá sem hafa áhuga að taka þátt í ráðstefnunni þurfa að tilkynna þátttöku í síðasta lagi 12. október á netfangið gudrun.gunnarsdottir@vifilfell.is eða í síma 6602536.

Almennt þátttökugjald: 6000 kr.
Félagar í MNÍ: 3500 kr.
Nemendur: 2000 kr.
Ráðstefnugögn, kaffi og meðlæti innifalin.

Nánari upplýsingar á vef MNÍ

Upplýsingar úr blaðinu Matur er manns megin, Október 2007. 1.tbl 19.árg.
Mynd af vef MNÍ.

Birt:
Oct. 11, 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Hver ræður hvað þú borðar?“, Náttúran.is: Oct. 11, 2007 URL: http://www.natturan.is/d/2007/10/10/hver-rur-hva-borar/ [Skoðað:Oct. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 10, 2007
breytt: Oct. 11, 2007

Messages: