Náttúran er notuð til þess að byggja upp innri styrk og karakter, m.a. af skátahreyfingunni og fjölda fólks sem ný tur þess að reyna á takmörk sín innan þeirra vébanda sem náttúran setur. Að vera sjálfum sér nógur, treysta á sjálfan sig, kunna að rata, nota áttavita, beita skynsemi og rökhugsun, bregðast rétt við aðstæðum. Allt þetta er hægt að þjálfa í faðmi náttúrunnar.

Náttúran styrkir sjálfsmynd þess einstaklings sem skorar hana á hólm. Flestum mönnum líður vel í náttúrulegu umhverfi og sumir kunna hvergi betur við sig en einir úti í ósnortnum víðernum landsins. Stórborgin er að sumu leiti fjandsamlegri og einmanalegri staður fyrir manninn heldur en náttúran. Hætturnar í náttúrunni eru fyrirsjáanlegar, kuldi, regn, sólbruni en hættur stórborgarinnar eru ófyrirsjáanlegar og ómanneskjulegar. Að sumu leyti er einfaldara að takast á við náttúruna en að takast á við aðra menn.

Svo eru alltaf þeir einstaklingar sem þurfa að taka áhættu, prófa ystu mörk mannlegs þols og ævintþri. Þetta eru landkönnuðirnir, þeir sem ganga á hæstu fjöll heims og klifra snarbrattar ísiklæddar fjallahlíðar. Það er ýmislegt sem bendir til þess að geðheilsa mannsins sé undir því komin að hann komist reglulega í sitt náttúrulega umhverfi og láti þar reyna á þol sitt.

Myndin er af Daníel Tryggva við vegagerð. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Feb. 16, 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Uppeldislegt gildi náttúrunnar“, Náttúran.is: Feb. 16, 2009 URL: http://www.natturan.is/d/2007/04/16/uppeldislegt-gildi-nttrunnar/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 16, 2007
breytt: Feb. 16, 2009

Messages: