,,Norrænu ríkin gegna mikilvægu hlutverki við að knýja fram alþjóðlegar lausnir í loftslagsmálum". Þetta er meðal þess sem segir í sameiginlegri grein forsætisráðherra Norðurlandanna sem sátu norrænt hnattvæðingarþing á Íslandi 26. - 27. febrúar sl.

Í greininni segir að norrænu ríkin geti sýnt fram á að sameina megi hagvöxt og vistvæna framleiðslu. Takast megi á við viðfangsefni í umhverfismálum með því að styrkja samkeppnishæfni í krafti nýsköpunar og nýrra aðferða og mæta loftslagsvandanum með því að skapa græn störf í vistvænu samfélagi. Þetta kalla forsætisráðherrarnir grænan hagvöxt sem geti orðið öllum heiminum til framdráttar.

Grein forsætisráðherra Norðurlanda.

Frétt forsætisráðuneytisins um hnattvæðingarþingið.

Mynd: Umhverfisráðherrarnir Heidi Grande Røys, Noregi og Kolbrún Halldórsdóttir, Ísland.
Birt:
March 7, 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Áhersla á grænan hagvöxt“, Náttúran.is: March 7, 2009 URL: http://www.natturan.is/d/2009/03/08/ahersla-graenan-hagvoxt/ [Skoðað:Sept. 17, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 8, 2009

Messages: