Sól í Straumi - þverpólitískur hópur um stækkunarmálið í Straumsvík efnir til fundar í þann 21. 11. 2006, kl. 20:00.
-
Á nýju ári þurfa Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um það hvort þeir vilji að leyfð verði stækkun álbræðslunnar í Straumsvík eins og Alcan, eigandi fyrirtækisins, vinnur nú að. Búið er að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað er við stækkun. Önnur yfirvöld eru búin að gefa grænt ljós m.a. á umhverfismat og starfsleyfi. Alcan er nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Geta Hafnfirðingar í raun og veru komið í veg fyrir að álbræðslan stækki
Sól í Straumi, hópur áhugafólks um stækkunarmálið mun á fundi sínum 21. nóvember fara yfir skipulagsmálið “stækkun í Straumsvík”.
Aðalfyrirlesari fundarins verður Þór Tómasson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar sem gaf út starfsleyfi fyrir stækkaða verksmiðju sem gildir til ársins 2020. Þarna fá bæjarbúar einstakt tækifæri til þess að spyrja óháðan sérfræðing útí umhverfisþátt málsins. Kynntu þér málið og taktu afstöðu!
Af vef „solistraumi“. Sjá vef hópsins.


Birt:
Nov. 19, 2006
Uppruni:
Sól í Straumi
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sól í Straumi fundar um stækkunarmálið“, Náttúran.is: Nov. 19, 2006 URL: http://www.natturan.is/d/2007/03/19/staekkunarmalid/ [Skoðað:Dec. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 19, 2007
breytt: May 11, 2007

Messages: