Samgönguviku í Reykjavík lýkur í dag með Bíllausa deginum. Um leið hefst átakið Labbað í leikskólann. Starfsfólk og nemendur við Leikskólann Sæborg og Fjölbrautaskólann við Ármúla voru meðal þeirra sem tóku þátt í deginum.

Leikskólar sem óskuðu eftir að taka þátt í Bíllausa deginum í Samgönguviku gátu fengið aðstoð borgarinnar til breyta bílastæðum í hjólastæði í einn dag. Hjólagrindur voru þá settar upp og reiðhjól fengu að njóta sín í veglegum stæðum. Einnig var hægt að nýta bílastæðin á annan hátt. „Bílastæði þekja stóran hluta borgarlandsins og við viljum botna Samgönguvikuna með því að opna þessi stóru svæði fyrir fólk,“ segir Eygerður Margrétardóttir framkvæmdastýra Staðardagskrár 21.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla er í fararbroddi meðal framhaldsskóla í Reykjavík í samgöngumálum. Skólinn hefur sett sér metnaðarfulla samgöngustefnu fyrir kennara og nemendur. Hjólað í skólann er sérstakur íþróttaáfangi og skólinn tekur fullan þátt í Samgönguviku í Reykjavík og Billausa deginum.

Reykjavíkurborg tekur þátt í átakinu Labbað í leikskólann ásamt Samtökum foreldrafélaga leikskóla og Samtaka um bíllausan lífsstíl. Átakið stendur til 29. september. Tilgangurinn er að hvetja foreldra og forráðamenn til þess að ganga eða hjóla með börnum sínum í leikskólann draga með því úr bílaumferð og mengun.

Birt:
Sept. 22, 2010
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Bíllausi dagurinn og Labbað í leikskólann “, Náttúran.is: Sept. 22, 2010 URL: http://www.natturan.is/d/2010/09/22/billausi-dagurinn-og-labbad-i-leikskolann/ [Skoðað:Nov. 29, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Nov. 4, 2010

Messages: