Alþjóðlegur dagur til verndar ám og fljótum hefur verið haldinn þann 14. mars víða um heim í tíu ár, en verður nú í fyrsta sinn haldinn á Íslandi. Tilgangurinn er að vekja athygli á mikilvægi áa og því að þær renni sem að fornu runnu. Stíflur, lón og virkjanir hafa alvarleg áhrif á náttúru, lífríki og samfélög fólks sem við árnar búa og framkvæmdirnar verða ekki aftur teknar.

Ljóð við Urriðafoss
Unnendur Þjórsár ætla á táknrænan hátt að halda upp á daginn með því að lesa ljóð við Urriðafoss á föstudagskvöldið, 14. mars frá kl. 20:00 - 21:00. Fossinn er nú í vetrarbúningi og er fólk hvatt til að líta á hann í rökkurbyrjun og sýna þannig samstöðu með fossinum og Þjórsá. Þeir sem vilja flytja ljóð ættu að taka með sér ljóðabók, það er velkomið.

Við Urriðafoss. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
March 13, 2008
Höfundur:
Unnendur Þjórsár
Tilvitnun:
Unnendur Þjórsár „Alþjóðlegur dagur til verndar ám “, Náttúran.is: March 13, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/03/13/althjoolegur-dagur-til-verndar-am/ [Skoðað:Dec. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: