Vítamín eru lífræn efni sem eru okkur lífsnauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Þau eru flokkuð í tvo flokka; vatnsleysanleg vítamín (B- og C) og fituleysanleg vítamín (A, D, E og K).

B-vítamínin eru 8 talsins og yfirleitt talað um vítamínin séu 13 samtals. Settir hafa verið ráðlagðir dagsskammtar (RDS) fyrir neyslu vítamína og með fjölbreyttu og hollu fæði má fullnægja þörf fyrir vítamínin og koma í veg fyrir skortseinkenni af þeirra völdum. Vatnsleysanleg vítamín umfram þörf skolast úr líkamanum með þvagi en þess þarf að gæta að inntaka á fituleysanlegum vítamínum sé innan ráðlegra marka því þau geta haft eituráhrif í of stórum skömmtum og safnast fyrir í vefjum líkamans.

Birt:
Feb. 4, 2011
Tilvitnun:
Ástríður Sigurðardóttir „Vítamín“, Náttúran.is: Feb. 4, 2011 URL: http://www.natturan.is/d/2007/04/24// [Skoðað:Oct. 5, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 24, 2007
breytt: Feb. 18, 2011

Messages: