Síðastliðið haust kom á markað íslenskt leikfang „Völuskrín“, hönnuður er Lóa Auðunsdóttir og höfundur hugmyndarinnar og frumkvöðull verkefnisins er Þórey Vilhjálmsdóttir.

Völuskrínið hefur að geyma hefðbundnu íslensku barnagullin og er ætlað sem kynning og endurvakning á hinum eiginlegu íslensku leikföngum.

Á íslenskum sveitabæjum áttu börnin felustað undir rúmbríkinni í baðstofunni. Þar geymdu þau gersemir sínar, leikföng er búin voru til úr ýmsum hlutum sem þau fundu í leik og starfi. Gullin þeirra voru geymd í völuskríni, eða lítilli kistu. Hugmyndaflugið réð ferðinni, bein, kefli og aðrir skrþtnir hlutir urðu mikilvægir hlutar í heilum ævintþraheimi þar sem skrímsli og ófrekskjur áttu heima.

Myndin er af persónum úr Völuskríni.
Birt:
Aug. 7, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Völuskrín - gamalt dót fyrir nýja krakka“, Náttúran.is: Aug. 7, 2007 URL: http://www.natturan.is/d/2007/08/07/vluskrn-gamalt-dt-fyrir-krakka/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: July 8, 2010

Messages: