Using the global recession as an opportunity to create a sustainable and desirable future

Dr. Robert Costanza visthagfræðingur mun halda opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands, nánar tiltekið í Öskju sal 132, þann 26. ágúst klukkan 16:00-18.

Dr. Costanza er prófessor í visthagfræði (ecological econmics) og forstjóri Gund Institute for Ecological Economics vð Vermontháskóla. Dr. Constanza er einn af þekktustu fræðimönnum samtímans innan umhverfisfræðinnar einkum fyrir mat sitt á þeim fjárhagslegu verðmætum sem felast í þjónustu vistkerfa, Ecosystem services.

Dr. Constanza mun í fyrirlestri sínum fjalla um mikilvægi þess að móta nýja sýn um sjálfbæra framtíð þar sem tekið er tillit til náttúruauðs og félagslegra þarfa jafnt sem áframhaldandi hagsælda. Dr. Constanza mun sérstaklega beins sjónum að þeim tækifærum sem hafa opnast í kjölfar efnahagsumróta síðasta árs.

Finna má frekari upplýsingar um Dr. Robert Constanza og Gund stofnunina á vefsíðunni uuvm.edu/giee/.

Birt:
Aug. 25, 2009
Höfundur:
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Að nota heimskreppuna til að skapa sjálfbært samfélag“, Náttúran.is: Aug. 25, 2009 URL: http://www.natturan.is/d/2009/08/25/ao-nota-heimskreppuna-til-ao-skapa-sjalfbaert-samf/ [Skoðað:Jan. 29, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Nov. 5, 2011

Messages: