Í dag hefst Norrænt heimilsiðnaðarþing og lýkur því þ. 30. september. Þingið er haldið á Grand Hótel í Reykjavík, fjallar um hvernig handverksmenn og hönnuðir geta sótt innblástur í menningararfinn og samanstendur af fjölbreyttri dagskrá með sýníngum í Norræna húsinu, Gerðubergi og Árbæjarsafni, tíu fyrirlestrum og dagsferðum auk þess sem að mynsturbókin íslenska kemur út.

Efnahagsleg og félagsleg áhrif handverks og heimilisiðnaðar ásamt UNESCO-samningunum um menningarerfðir verða einnig til umfjöllunar.Nánari upplýsingar og skráning á heimilisidnadur.is/2007

Handiðnaðarsambandið hefur gengt formennsku í Samtökum norrænna heimilisiðnaðarfélaga (Nordisk husflidsforbund) sem lýkur formlega eftir þetta þing en þá hefur íslenska Handiðnaðarsambandið leitt starfið í fjögur ár. Handiðnaðarsambandið vann gríðarlega stórt verk um íslenska mynsturgerð og arf íslenskra sjónmennta í samvinnu við nemendur í Listaháskóla Íslands á síðustu misserum.
Nemendur Listaháskólans hafa hannað mikið af nýjum útgáfum byggða á íslensku mynsturhefðinni og nýta mynstrin á nýjan og ferskan hátt. Áhuginn á „hefðinni“ hefur verið mjög áberandi í hönnun og vali á efnum á síðustu árum og ný tur íslenskt handverk þess nú að formæður okkar (og forfeður í sumum tilvikum) hafi lagt slíka alúð við handavinnuna og setið langa vetur við hannyrðiri í dimmum baðstofum. Þau yrðu án efa stolf af því hvað afkomendur þeirra hafa lagt út af hefðinni.

Myndin er tekin á Handverkshátíðinni að Hrafnagili í sumar þar sem að prótótþpa mynsturbókarinnar var kynnt. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Sept. 26, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Handverkshefð í hönnun, framtíðin er í okkar höndum“, Náttúran.is: Sept. 26, 2007 URL: http://www.natturan.is/d/2007/09/26/handverkshef-hnnun/ [Skoðað:April 20, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Nov. 30, 2011

Messages: