Sýrustig jarðvegs er mælt í stigum, sem kölluð er ph-gildi og eru frá 0 til 14. Meðalgildið er talið 7 og er þá sagt að jarðvegurinn sé hlutlaus. Flestar plöntur vaxa best við hlutleysi og margar þola örlítið súran jarðveg, þ.e. lægri gildi en 7. Sumar eru þó ansi sérhæfðar og fúlsa við jarðvegi sem hæfir þeim ekki hvað sýrustig varðar. Nokkrar krefjast mjög basísks jarðvegs en aðrar mjög súrs eins og t.d. ýmsar lyngtegundir. Þar sem er mikið barrfelli, er jarðvegur súr vegna efnaeiginleika barrsins þegar það brotnar niður. Jarðvegur á báðum endum skalans er mjög fastheldinn á næringarefnin sem hann hefur að geyma.

Úr Villigarðinum eftir Þorstein Úlfar Björnsson.
Grafík: Jarðvegurinn, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
April 12, 2014
Tilvitnun:
Þorsteinn Úlfar Björnsson „Um sýrustig jarðvegs“, Náttúran.is: April 12, 2014 URL: http://www.natturan.is/d/2009/06/09/um-syrustig-jarovegs/ [Skoðað:Sept. 29, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: June 9, 2009
breytt: April 12, 2014

Messages: