Haugarfi [Stellaria media] er af flestum talið hið leiðinlegasta illgresi, en eins og svo margt annað í náttúrunni leynir hann á sér. Hann er m.a. notaður í mörg krem og áburði, þá sérsaklega í vörum frá tveimur íslenskum framleiðendum sem á síðustu árum hafa verið að slá í gegn með framleiðslu sína. Í 24-stunda kreminu frá tær icelandic er t.a.m. haugarfi (ath. enska heitið er Chickweed). Einnig í Húð-galdri, Sára-galdri og Fóta-galdri, smyrslanna frá Villimey.

Um notkun haugarfa segir í bók grasalæknisins Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur, „Íslenskar lækningajurtir“: “Haugarfi er mest notaður í húðsmyrsl gegn alls kyns bólgum, sárum og exemi. Jurtin er sérstaklega góð við kláða. Innvortis er haugarfi notaður við alls kyns gigt. Þá þótti arfate örva matarlyst og mýkja hægðir. Jarðlæga stönglana má nota við sjúkdómum sem stafa af truflunum í lifur og við gallsteinum“.

Sjá um haugarfa á Liber Herbarum II. Sjá um haugarfa á floraislands.is.

Myndirnar eru teknar þ. 08.07.2006 undir vesturhlíðum Ingólfsfjalls. Efri myndin er af haugarfa sem óx á hestaskítshaug og sú neðri er nærmynd af sama haug. Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
June 24, 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Haugarfi - áhrifaríkt illgresi“, Náttúran.is: June 24, 2012 URL: http://www.natturan.is/d/2007/03/20/haugarfi/ [Skoðað:Dec. 9, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 20, 2007
breytt: June 24, 2012

Messages: