Landvernd efnir til fjölskyldudagskrár í Alviðru í Ölfusi laugardaginn 14. júlí frá 12-15. Í boði verður fjölbreytt náttúruskoðun, ganga og náttúruleikir fyrir alla fjölskylduna í fallegu umhverfi.

Dagskráin er eftirfarandi:

  • 12:00 Skordýr og gróður með stækkunargleri. Skordýrum og plöntum verður safnað í nágrenni Alviðru og skoðuð í víðsjá (stækkunargleri). Umsjón hefur Hrefna Sigurjónsdóttir. Samveran varir í u.þ.b. 2 klst.
  • 12:00 Að upplifa og njóta náttúrunnar. Helena Óladóttir veitir fólki innsýn í útinám og náttúruleiki í gönguferðmeð útikennsluívafi. Samveran varir í u.þ.b. 1 klst.
  • 14:00 Fuglaskoðun með Hjálmari A. Jónssyni frá Fuglavernd. Samveran varir í u.þ.b. 1 klst.

Þátttaka verður ókeypis. Gott er að taka með sér sjónauka, plöntu- og fuglagreiningarbækur, klæða sig eftir veðri og góða skapið!

Kaffi, kakó og vöfflur verða til sölu á staðnum.

Ljósmynd: Hvítsmári, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
July 11, 2012
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Alviðrudagurinn 14. júlí - Náttúruupplifun fyrir alla fjölskylduna“, Náttúran.is: July 11, 2012 URL: http://www.natturan.is/d/2012/07/11/alvidrudagurinn-14-juli-natturuupplifun-fyrir-alla/ [Skoðað:Nov. 29, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: