Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands var haldinn á Hellu á Rangárvöllum miðvikudaginn 6.júní 2012. Fram kom að félagar samtakanna eru nú 91 talsins og að stjórn samtakanna er skipuð fólki af öllu Suðurlandi. Fjárhagsstaða samtakanna er góð og mörg baráttumál framundan. Anna S. Valdimarsdóttir og Aníta Ólöf Jónsdóttir voru kosnar nýjar í stjórn  og endurkjörin í stjórn voru þau Gunnar Ágúst Gunnarsson, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og Ólafía Jakobsdóttir.

Stjórnin hefur nú skipt með sér verkum og verður Ingibjörg Elsa Björnsdóttir formaður samtakanna, Anna Sigríður Valdimarsdóttir, varaformaður, Gunnar Ágúst Gunnarsson, ritari, Ólafía Jakobsdóttir, gjaldkeri og Aníta Ólöf Jónsdóttir verður meðstjórnandi.
Samtökin eru öllum opin og er hægt að skrá sig sem félaga hvenær sem er.

Sjá eldri vef Náttúruverndarsamtaka Suðurlands.

Sjá nýjan vef Náttúruverndarsamtaka Suðurlands.

Ljósmynd: Nýr formaður NSS Ingibjörg Elsa Björnsdóttir jarðfræðingur og umhverfisefnafræðingur, B.A. B.Sc. M.Sc.

Birt:
July 22, 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ný stjórn og nýr formaður Náttúruverndarasamtaka Suðurlands“, Náttúran.is: July 22, 2012 URL: http://www.natturan.is/d/2012/07/22/ny-stjorn-og-nyr-formadur-natturuverndarasamtaka-s/ [Skoðað:April 20, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: July 24, 2012

Messages: