Áætlað er að Íslendingar fleygi hátt í 60 tonnum árlega af kertaafgöngum. Þar er á ferðinni gott hráefni til endurvinnslu sem við ættum ekki að láta fara til spillis.

Kertaafgöngum er hægt að skila í sérstakar tunnur á endurvinnslustöðvum víða um land. Einnig er tekið við þeim á bensínstöðvum Olís.

Í Kertagerð Sólheima eru kertaafgangarnir gróft flokkaðir eftir lit. Vaxið er síðan brotið í litla búta og ný kerti útbúin. Sökum þess að mismunandi litafbrigði eru á aðsendum kertaafgöngum er blæbrigðamunur milli hvers kertis.

Viðmið fyir Svansmerkingar á kertum voru innleidd þ. 13. des. 2007. Til að fá Svansmerkingu á kerti þarf framleiðandinn að uppfylla ströng skilyrði. Gerðar eru kröfur um lágmarks sótmengun og um að a.m.k. 90% hráefna í kertin þurfi að vera endurnýjanleg. Ilmkerti koma ekki til greina fyrir Svansmerkingu þar sem þau geta verið ofnæmisvaldandi og sprittkerti mega ekki vera í álbökkum.

Grafík: Kerti, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
Nov. 2, 2012
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Kerti og umhverfið“, Náttúran.is: Nov. 2, 2012 URL: http://www.natturan.is/d/2007/03/28// [Skoðað:Dec. 9, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 28, 2007
breytt: Nov. 2, 2012

Messages: