Við lífræna ræktun er mikilvægt að byrja rétt og nota lífrænt vottuð fræ. Víða er til afmarkað úrval af lífrænum fræjum en það virðist vera mismunandi milli ára hvort innkaupaðilar hafi áhuga á að kaupa inn lífræn fræ eða ekki.

 Til þess að teljast „lílfræn“ verða umbúðirnar að bera lífænt (Organic) vottunarmerki. Þau geta verið frá ýmsum löndum og þar af leiðandi haft ýmis heiti og útlit. 

Náttúran vill komast að því hvar lífræn fræ er helst að finna og í hve miklu úrvali þannig að ræktendur eigi auðveldara með að finna þau.

Ef þú veist hvar lífræn fræ eru til væri gott að frétta af því.

Svar frá Halldóru Karlsdóttur:
Ég var að kaupa um daginn lífræn fræ í Litlu Garðabúðinni, Höfðabakka 3,110 Rvk. Þó nokkuð úrval. Svo hafa fengist mjög góð lífræn fræ í Heilsuhúsinu, hef notað þau sl. tvö ár með góðum árangri.

Svar frá Örnu Mahiesen:
http://www.efferus.no/fro.html

Svar frá Hákoni Má Oddssyni:
Eitthvað að lífrænum fræjum í Garðheimum...

Svar frá Auði I.Ottesen:
Í LItlu garðbúðinni, hef líka séð þau í Garðheimum og þau fást sjálfsagt líka í Blómaval.

Svar frá Önnu Heiðu Kvist:
http://www.urtegartneriet.dk/ og
http://froebutikken.dk/

Svar frá Örnu Mathiesen:
http://rawforbeauty.com/blog/wp-content/uploads/2013/09/heirloom_seeds_companies1.png

Svar frá Hrafni Sveinbjarnarsyni:
http://www.bingenheimersaatgut.de/

Svar frá Önnu Rósu Róbertsdóttur:
Þetta fyrirtæki er mjög virt á meðal grasalækna í Bandaríkjunum.
https://www.horizonherbs.com/

Ljósmynd: Lífræn fræ í Jötunvélum á Selfossi en úrvalið samanstendur af örfáum pokum, afgangur frá fyrra ári. Ljósmyndari Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
March 4, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvar fást lífræn fræ?“, Náttúran.is: March 4, 2014 URL: http://www.natturan.is/d/2014/03/04/hvar-fast-lifraen-frae/ [Skoðað:Dec. 1, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: March 6, 2014

Messages: