Vistbyggðarráðin (Green Building Councils) í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi hafa tekið höndum saman um að gjörbylta markaði fyrir byggingarvörur  á Norðurlöndum.

Með verkefninu „Samnorrænn gagnabanki um vistvæn byggingarefni“,  sem snýst um gerð gagnabanka og gerð leiðbeininga um vistvæn byggingarefni,  þar sem settar verða fram samræmdar leiðbeiningar um notkun þeirra og almennar kröfur um visthæfi vottaðra byggingarefna á Norðurlöndunum.

Verkefnið „Samnorrænn gagnabanki um  vistvæn byggingarefni" mun setja fram hagnýtar viðmiðunarreglur fyrir hönnuði,  húsbyggjendur og framkvæmdaraðila og allra þeirra sem óska eftir upplýsingum um vistvæn og endurnýjanleg byggingarefni og munu leiðbeiningarnar gilda fyrir allar gerðir bygginga, jafnt um nýbyggingar sem endurbætur.

Helstu viðfangsefni þessa tveggja ára verkefnis sem styrkt er af Norræna Nýsköpunarsjóðnum, er  að setja saman sameignleg viðmið og leiðbeiningar um visthæfi vöru sem byggist á notkun svokallaðra EPD (Environmental Product Declaration) leiðbeiningablaða fyrir norrænar byggingarvörur. Notkun þeirra mun auðvelda mjög samanburð og almenna upplysingagjöf á milli landanna. Það mun jafnframt auðvelda frameiðendum að koma vistænni vöru á framfæri á Norðurlöndunum, og einfalda val um vistænar vörur sem nú er krafist t.d. í vistvænum innkaupareglum.

„Við viljum þróa núverandi tæki og tól til að  þess að meta visthæfi byggingavöru en um er að ræða svokölluð EPD staðfestingar um uppruna og eiginleika vöru. Það er  um leið markmið þessa verkefnis að á grundvelli bæði umhverfissjónarmiða og hagkvæmni verði  þróað nýtt verkfæri til notkunar á norrænum byggingarmarkaði, sem grundvallast á  sameiginlegum viðmiðum og notkunar á sömu aðferðarfræði  fyrir öll Norðurlöndin. Við viljum samræma skráningu og leiðbeingar  um visthæfi vöru frá einu verkefni til annars og auðvelda aðgengi að þessum upplýsingum, segir Katharina Bramslev frá norska Vistbyggðarráðinu sem leiðir þetta verkefni.“

Verkefnið „Samnorrænar leiðbeiningar um vistvæn byggingarefni“ mun setja fram hagnýtar viðmiðunarreglur til hönnuða,  húsbyggjenda og framkvæmdaraðila eða allra þeirra sem óska eftir upplýsingum um endurnýjanlega byggingarefni og munu leiðbeiningarnar gilda fyrir allar gerðir bygginga jafnt um nýbyggingar sem og endurbætur.

Ennfremur er það markmið að á næstu árum muni þessar samræmdu leiðbeiningar auka enn frekar samræmi og kröfur þær sem gerðar eru um vottun byggingarefna í alþjóðlegum vistvottunarkerfum fyrir byggingar, og má þar nefna kerfi eins og breska kerfið BREEAM og bandaríska vottunarkerfið LEED. Þessar leiðbeiningar verðar einnig aðgengilegar þeim framkvæmdaaðilum og hönnuðum sem ekki stefna endilega á formlega vottun en vilja þó auka visthæfi hönnunar og framkvæmdar á grundvelli almennra umhverfissjónarmiða.

Útbúinn verður gagnabanki sem mun innihalda leiðbeiningar  fyrir innkaup á vistvænum vörum með ráðleggingum til hönnuða og framkvæmdaaðila um það hvernig hægt sé að gera ráð fyrir endurnýtingu byggingarefnis strax í hönnunarferlinu til að auka enn frekar skilvirkni og nýtingu innan ramma einstakra verkefna.
Verkefnið hefur verið fjármagnað að hluta af Norræna Nýsköpunarsjóðnum í gegnum kyndilverkefnið Nordic Built og mun vera sett formlega í gang nú í mars 2014 og  lýkur þvi í lok árs 2015.

„Í fyrsta áfanga þessa verkefnis verða settir á fót vinnuhópa i hverju Norðulandanna. Öllum þeim sem hafa hug á að leggja inn sína þekkingu og reynslu er velkomið að taka þátt, segir Katharina Bramslev. Vinnuhóparnir verða ábyrgir fyrir nokkrum skilgreindum þáttum verkefnisins. Verkstjóri hvers vinnuhóps mun þá sitja fund með verkefnisstjórn sem heldur utan og er ábyrgur fyrir þróun verkefnisins í heild sinni.“

Vistbyggðarráð er einn fjögurra þátttakanda í verkefninu, ,, Samnorrænar leiðbeiningar um vistvæn byggingarefni„

Verkefnisstjóri er Katharina Bramslev hjá norska Vistbyggðarráðinu, Norwegian Green Building Council, e-mail:katharina.bramslev@ngbc.no

Frekari upplýsingar veitir Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmdastýra í síma: 571 2700 eða 840 3838. Einnig má senda póst á netfangið: sigridur@vbr.is  /vefsíða: vbr.is.

Grafík: Ótengt fréttinni en dæmi um kynningu á bandarískri vöru, Kingspan insulated Panels, sem fengið hefur EPD vottun.

Birt:
March 28, 2014
Höfundur:
Vistbyggðarráð
Tilvitnun:
Vistbyggðarráð „Samnorrænn gagnabanki um vistvæn byggingarefni“, Náttúran.is: March 28, 2014 URL: http://www.natturan.is/d/2014/03/28/samnorraenn-gagnabanki-um-vistvaen-byggingarefni/ [Skoðað:Oct. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 7, 2014

Messages: