Það er gaman að búa til pappasmápeninga með því að setja alvörupening undir hvítt blað og nota svo vaxlit til að lita yfir. Þá prentast munstrið á peningnum á blaðið sem síðan er hægt að klippa út.

Þetta er líka hægt með laufblöð. Það er skemmtilegt, sérstaklega á haustin þegar laufin fara að falla af trjánum, að safna hinum ýmsu laufblöðum. Ef þú setur svo laufblöðin undir hvítt blað og notar vaxliti, t.d. mismunandi liti og litar yfir, sérðu að í gegn prentast munstur laufblaðanna. Þá er mjög skemmtilegt að klippa laufblöðin út og nota í listaverk eða leik.

Þetta er í raun hægt að gera með hvað sem er sem hefur eitthvað munstur.

Birt:
June 25, 2014
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Að búa til eigin laufblöð“, Náttúran.is: June 25, 2014 URL: http://www.natturan.is/d/2014/06/25/ad-bua-til-eigin-laufblod/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: