Vettvangsheimsókn og samráðsfundir

Vottunarstofan Tún vinnur að mati á grásleppuveiðum við Ísland samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar fiskveiðar.

Matsnefnd sérfræðinga mun afla upplýsinga um þessar veiðar, m.a. með viðræðum við fulltrúa veiða og vinnslu, rannsóknar-, eftirlits- og stjórnstofnanir og aðra hagsmunaaðila. Í þeim tilgangi mun nefndin funda í Reykjavík dagana 21. - 24. maí n.k.
Hagsmunaaðilar sem hafa upplýsingar um grásleppuveiðar sem þeir telja að taka beri tillit til við matið eru hvattir til að koma þeim á framfæri við Vottunarstofuna Tún.

Óski hagsmunaaðilar eftir að funda með fulltrúum matsnefndar eru þeir beðnir að tilkynna það eigi síðar en kl. 17.00 miðvikudaginn 15. maí n.k. til Vottunarstofunnar Túns (vt.: Gunnar Á. Gunnarsson, tun@tun.is).
Beiðninni skulu fylgja upplýsingar um (1) nafn viðkomandi aðila og fulltrúa hans, auk netfangs og símanúmers, (2) tengsl viðkomandi aðila við grásleppuveiðarnar, og (3) þau mál sem óskað er eftir að ræða.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu MSC msc.org eða með því að hafa samband við MSC eða Tún.

Sjá nánar um MSC í grein eftir Gísla Gíslason ráðgjafa Marien Stewardship Council.

Sjá alla MSC vottaða aðila á Íslandi hér á Grænum síðum.

Sjá heimasíðu Marine Stewardship Council.

Ná í app hér til að leita að MSC vottuðu vöruframboði i heiminum.

Birt:
April 15, 2013
Tilvitnun:
Gunnar Á. Gunnarsson, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tilynning um MSC-mat á grásleppuveiðum við Ísland“, Náttúran.is: April 15, 2013 URL: http://www.natturan.is/d/2013/04/15/tilynning-um-msc-mat-grasleppuveidum-vid-island/ [Skoðað:Feb. 2, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: