Hjólaferðamennska er einn þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustu í landinu. Rannsóknir hafa sýnt að hjólreiðamenn dvelja lengur á hverjum stað og eru viljugir til að kaupa sér þjónustu eftir langa og stundum erfiða hjóladaga. Hjólreiðamenn skilja því hlutfallslega mikið eftir í sveitum landsins.

Hjólaferðmennska fer vaxandi á Íslandi en ýmis aðbúnaður til að þjóna ferðamönnum og stuðla að frekari vexti hefur verið að skornum skammti.

Ávinningur er margvíslegur af auknum hjólreiðum. Hjólreiðar eru umhverfisvænn samgöngumáti. Þær stuðla að auknu umferðaröryggi. Í þeim tilfellum þar sem þær ná að draga úr annarri umferð og koma í stað ferðalaga á bílum er hægt að fullyrða að hjólreiðar eru afar mikilvægar m.t.t öryggismála. Nauðsynlegur aðbúnaður fyrir hjól er lítill og hefur ekki í för með sér mikinn kostnað í samanburði við aðra samgöngumáta.

Áhuginn er vaxandi hjá sveitarfélögum og rekstraraðilum að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk á ferðamannastöðum.

Markmið þessara leiðbeininga er að taka saman grunnupplýsingar um aðbúnað og skipulag hjólastæða.

Skýrsluna má nálgast hér

Einnig er hægt að nálgast skýrslu um hjólreiðar við Mývatn

Birt:
April 26, 2013
Höfundur:
Tilvitnun:
NA „Hjólavænir ferðamannastaðir“, Náttúran.is: April 26, 2013 URL: http://www.natturan.is/d/2013/04/26/hjolavaenir-ferdamannastadir/ [Skoðað:Nov. 29, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: