ECATNú er sænskt fyrirtæki, Hydrofusion, farið að bjóða orku með aðferð Andrea Rossi við kaldan samruna. Fyrirtækið leitar að aðila til að kaupa fyrstu 1MWh stöðina sem er á stærð við 12 feta gám. Stöðin samanstendur af 106 einingum sem framleiða 10KW hver og henta því til heimilisnota og verða seldar til slíkra nota þegar öryggisprófunum er lokið.

Eins og kemur fram í fyrri grein er nikkel breytt í kopar og við það verður til gríðarleg orka. samanburði við olíu er hlutfallið 100.000 falt. 1 lítri af nikkle skilar sömu orku og 2.000.000 lítrar af olíu. 1 tunna af nikkel er á við risaolíuskip af olíu.

Og þá kemur spurning um verð. Og þá geta ýmsir þeir sem í dag vilja eyðileggja íslenska náttúru farið að finna sér annað viðfangsefni, því Hydrofusion segir að verðið sé 1U$D á MWh, já á MegaWatt stund.

Það eru þá 124 ISK á MWh eða 0,124 ISK á KWh en árið 2010 var talið að stóriðja á Íslandi greiddi um 2,50 ISK fyrir KWh eða 20 sinnum þetta meinta verð Hydrofusion. Og heimilin þá kannski 10 falt.

Þar sem stöðvarnar eru litlar, 1MWh stöðin er 2,6m x 6m og vegur 10 tonn, heimilsstöðin sem er 10KWh er á stærð við lítinn ísskáp.

Þetta virðist vera nokkuð á hreinu hjá þessum aðilum og það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun. Það ætti t.a.m. að vera einfalt að setja þessar einingar í ökutæki og afleggja bensínstöðvar nema sem greiðasölu og salernisstaði.

Birt:
July 3, 2013
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Kaldur samruni Andrea Rossi kominn á markað“, Náttúran.is: July 3, 2013 URL: http://www.natturan.is/d/2013/07/03/kaldur-samruni-andrea-rossi-kominn-markad/ [Skoðað:Dec. 9, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: