Hvað geta Íslendingar og íslensk samfélög lært af reynslu Orkneyja?

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og NPP-SECRE bjóða á málstofu um samfélagsleg fyrirtæki og sjálfbæra orkunýtingu miðvikudaginn 29. janúar frá kl. 8:30 – 12:30 sem haldin verður í höfuðstöðvum Nýsköpunarmiðstöðvar að Árleyni 8, 112 Reykjavík.

Á málstofunni munu fulltrúar Community Energy Scotland auk fulltrúa nokkurra samfélaga frá Orkneyjum deila reynslu sinni af uppbyggingu sjálfbærra orkukosta í gegnum uppbyggingu samfélagslegra fyrirtækja og aukna samfélagslega ábyrgð. Fjallað verður um reynslu þeirra frá ólíkum hliðum, t.a.m. aðferðafræði, árangri í því að ná fólki og samfélögum saman og hvað virkaði og hvað virkaði ekki í þessari vinnu. Fulltrúarnir eru:

  • Mark Hull – tæknistjóri Community Energy Scotland, framkvæmdastjóri Orkney Renewable Energy Forum og verkefnastjóri Community Power Orkney
  • Michelle Koster, styrkja- og verkefnstjóri Rousay, Egilsay og Wyre Development Trust og framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri REWIRED Limiited
  • Andy Stennett, fjármálastjóri Eday Partnership og Eday Renewable Energy Limited
  • Clive Brookes stjórnarformaður Eday Partnership og framkvæmdastjóri Orkney Micro Renewables
  • Tony Withers, framkvæmdastjóri fyrir ERE og Stronsay Renewables og verkefnastjóri fyrir Stronsay Development Trust
  • Debbie Sargeant framkvæmda- og fjármálastjóri frá Shapinsay Development Trust og Shapinsay Renewables Limited
  • Felix Wight yfirmaður nýsköpunar og þróunar Community Energy Scotland

Hópurinn stendur fyrir hóp smárra og afskekktra eyjasamfélaga í Orkneyjum sem rutt hafa leiðina í samfélagslega sjálfbærri þróun og seiglu með því að stofna samfélagsleg fyrirtæki sem þróað hafa staði til að framleiða sjálfbæra orku og skapa þannig töluverðar tekjur frá sölu orkunnar.  Ekki er litið á tekjurnar sem gróða fyrir eigendur eða þá sem að fyrirtækjunum koma, heldur er fjármagningu stýrt aftur til samfélagsins til frekari „bottom-up“ endurnýtingar og verkefna.  

Aðgangur ókeypis - allir áhugasamir eru hvattir til að mæta!

Skráning hér.

Um NPP-SECRE verkefnið

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er hluti af NPP verkefninu SECRE sem stendur fyrir Social Enteprises in Community Renewable Energy. SECRE verkefnið er samstarfsverkefni tólf aðila í sjö löndum: Finnlandi, Norður Írlandi, Írlandi, Skotlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi. Tilgangur SECRE er að þróa þjónustu, þjálfun og ráðgjöf, fyrir samfélagsleg fyrirtæki sem vinna að sjálfbærri orku og orkunýtingu.

Einn af samstarfsaðilum Nýsköpunarmiðstöðvar í SECRE er Community Energy Scotland (CES), góðgerðarstofnun sem starfar innan hluta Skotlands. Hlutverk hennar er að veita ráðgjöf til hópa og samfélaga sem eru að vinna að uppbyggingu smárra og stórra sjálfbærra orkukosta sem leiða til betri og sterkari samfélaga. Hlutverk CES hefur þannig meðal annars verið að leiða saman samfélög, stjórnvöld og fyrirtæki til að reyna finna nýjar leiðir til að byggja upp sjálfbærar lausnir í orkumálum.

Birt:
Jan. 17, 2014
Tilvitnun:
Nýsköpunarmiðstöð Íslands „Samfélagsleg fyrirtæki og sjálfbær orkunýting “, Náttúran.is: Jan. 17, 2014 URL: http://www.natturan.is/d/2014/01/17/samfelagsleg-fyrirtaeki-og-sjalfbaer-orkunyting/ [Skoðað:May 29, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: