Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að í dag hefur á Alþingi náðst samkomulag um fullgildingu Árósasamningsins.

Grundvallaratriði Árósasamningsins eru:

  • Aðgengi almennings að upplýsingum um umhverfismál
  • Aðgengi almennings að ákvarðanatöku um umhverfismál
  • Aðgengi almennings að dómskerfinu til að fá skorið úr málum er varða ákvarðantöku um umhverfismál

Þessi grundvallaratriði byggja á 10. grundvallaratriði Ríó-yfirlýsingarinnar um nauðsyn þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál.

Árósasamningurinn tók gildi 30. október 2001 þegar 30 ríki höfðu fullgilt hann. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa allt frá undirritun samningsins barist fyrir að ákvæði hans verði innleidd í lög.

Birt:
Sept. 6, 2011
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Fullgilding Árósarsamningsins í höfn“, Náttúran.is: Sept. 6, 2011 URL: http://www.natturan.is/d/2011/09/06/fullgilding-arosarsamningsin-i-hofn/ [Skoðað:Dec. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Sept. 7, 2011

Messages: