NON-GMO verkefnið byggir á því að allir eigi rétt á því að vita hvaða afurðir eru erfðabreyttar og hverjar ekki. Eitt af því sem verkefnið hefur komið á fót er merki sem framleiðendur geta fengið á vörur að því tilskildu að þær innihaldi engar erfðabreyttar afurðir.

En enn bíða íslenskir neytendur eftir því að reglugerð um merkingar á matvörum og dýrafóðri sem eru framleidd úr eða innihalda innihaldsefni úr erfðabreyttum lífverum (sjá alla reglugerðina hér) öðlist gildi en 8 ár eru síðan að ESB reglugerð þess efnis var sett og allan þann tíma hefur verið ljóst að Ísland á að hlíta henni.

Þær merkingar sem hér eru áformaðar á umbúðum verða þó ekki neitt í líkingu við merkið NON-GMO verified (Vottað ekki erfðabreytt).

Reglugerðin átti loks að taka gildi hér á landi þ. 1. september sl. en gildistöku hefur verið frestað til 1. janúar 2012 en enginn virðist vita af hverju gildistökunni hefur verið frestað.

Sjá nánar um NON-GMO verkefnið hér.

Birt:
Sept. 12, 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „NON-GMO verkefnið “, Náttúran.is: Sept. 12, 2011 URL: http://www.natturan.is/d/2011/09/12/non-gmo-verkefnid/ [Skoðað:Dec. 9, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: