Í tilefni hátíðarinnar Full borg matar verður kvikmyndin FRESH the movie sýnd í Bíó Paradís í kvöld fimmtudaginn 15. september, kl. 20:00.

Sást þú Food Inc.? Heldur þú að það séu draumórar að hugsa sér öðruvisi landbúnað og matvælaframleiðslu? FRESH, tekur við þar sem Food Inc. sleppir og sýnir okkur að það er hægt að breyta hlutunum og það er þegar byrjað. Myndin leitar fanga í bókinni The Omnivore's Dilemma og koma fram Michael Pollan, Joel Salatin, Will Allen og margir fleiri. Framtíðin er ekki verksmiðjubúskapur.

http://www.freshthemovie.com/

Birt:
Sept. 15, 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fresh the Movie sýnd í Bíó Paradís í kvöld“, Náttúran.is: Sept. 15, 2011 URL: http://www.natturan.is/d/2011/09/15/fresh-movie-synd-i-bio-paradis-i-kvold/ [Skoðað:Dec. 5, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: