Björgum Reykjanesskaganum! - fundur 20. september 2011   

Fundur áhugafólks um björgun Reykjanesskagans verður haldinn á Café Aroma í Verslunarmiðsöðinni Firði í Hafnarfirði á annari hæð, Fjarðargötu 13.-15., klukkan 20:00, þriðjudaginn 20. september 2011. Samkvæmæmt drögum að þingsálytunartillögu um vernd og nýtingu náttúrusvæða mun Reykjanesskaginn verða gerður að samfelldu orkuvinnslusvæði. Það er skylda okkar að reyna af fremsta megni að koma í veg fyrir þetta.

Dagskrá fundarins:

  • Ellert Grétarsson leiðsögumaður: Setning fundarins
  • Sigmundur Einarsson jarðfræðingur: Núverandi og fyrirhugaðar virkjanir á Reykjanesskaga og áhrif þeirra á náttúru og umhverfi
  • Ómar Smári Ármansson leiðsögumaður: Ástand umhverfis á Reykjanesskaga í dag
  • Jóhannes Ágústsson f. v. rektor: Þjóðgarður á Reykjanesskaga og samtök um hann
  • Almennar umræður.
  • Skipun í vinnuhópa

Ljósmynd: Við Kleifarvatn.

Birt:
Sept. 20, 2011
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Boðað til fundar til bjargar Reykjanesskaganum “, Náttúran.is: Sept. 20, 2011 URL: http://www.natturan.is/d/2011/09/20/bodad-til-fundar-til-bjargar-reykjanesskaganum/ [Skoðað:Dec. 1, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: