„Frá fyrstu hendi“ og hugtakið „Sveitamatur“ eru gæðamerki félagsins Beint frá býli á matvælum íslenskra sveita, þar sem megin þættir framleiðslunnar byggja á íslensu hráefni og íslenskri framleiðslu. Með íslensku hráefni er átt við hráefni frá landbúnaði, fiskveiðum og nýtingu afurða villtrar náttúru. Með framleiðslu er átt við framleiðslustað, hráefni, starfskrafta, reynslu, þekkingu og sögu- og menningarlegar hefðir.

Starfsemin verður að uppfylla allar íslenskar kröfur um gæði, rekstur og eftirlit og sýna fram á nauðsynlega viðurkenningu á slíku. Starfsemin skal vera traustvekjandi og trúverðug. Heildaráhrif afurða og rekstrar eru grundvöllur vottunar á hverjum tíma.
Ásamt því að uppfylla almennar íslenskar reglur, þá setja samtökin Breint frá býli eftirfarandi sértæk skilyrði fyrir vottun með „Frá fyrstu hendi“ sem gæðamerki á vörum, og við framleiðslu og sölu.

Kröfur um notkun gæðamerkisins – „Frá fyrstu hendi“

Einungis félagsmenn í samtökunum Breint frá býli mega nota gæðamerkið – “„Frá fyrstu hendi“ – á þær framleiðsluvörur sem samþykktar eru:

 • Framleiðslan verður að hafa faglegt yfirbragð.
 • Afurðin skal tengjast viðkomandi býli með eftirfarandi hætti;
  a. Mestur hluti afurðanna skal vera frá býlinu
  b. Úrvinnsala skal hafa átt sér stað á býlinu eða á samþykktum framleiðslustað.
  c. Sem mestur hluti hráefnis, sem notaður er í framleiðsluna, (annað en frumframleiðslan) skal vera íslenskt og helst úr héraði.
  d. Ef mikilvægir hlutar framleiðslunnar fara fram utan býlisins, eða eru í höndum annarra, eða ef verulegur hluti hráefnanna á ekki uppruna sinn á býlinu, verður að upplýsa hvar úrvinnslan fór fram eða hvaðan hráefnið er komið. Það er í samræmi við kröfur um merkingar.
 • „Frá fyrstu hendi“ má nota á vörur félagsmanna hvort sem þær eru seldar á viðkomandi býli eða annars staðar.
 • Ekki er heimilt að nota „Frá fyrstu hendi“, hjá öðrum en félagsmönnum, til þess að auglýsa aðrar vörur eða verslun í heild sinn. Þó er heimilt að vekja athygli á því að vörur undir þessu gæðamerki séu til sölu á viðkomandi stað.
 • Þeir sem selja vörur undir gæðamerkinu „Frá fyrstu hendi“ skulu þekkja vel til afurða viðkomandi framleiðanda og framleiðslu, kaupanda til upplýsingar.

Sjá þá aðila sem hafa gæðavottun Beint frá býli Frá fyrstu hendi hér á Grænum síðum.

Viðurkenningarferli:

Umsókn um leyfi til að nota merki samtakanna – „Frá fyrstu hendi“ - skal senda stjórn Breint frá býli sem leggur mat á þær.
Stjórn Breint frá býli leitar umsagnar og upplýsinga um umsóknir. Stjórn Breint frá býli tekur endanlega ákvörðun um að leyfa notkun merkisins. Þetta vald getur stjórnin falið sérstakri „nefnd um gæðamál“ ef slíkt hentar betur og /eða ef viðkomandi aðili óskar eftir því.

Þeir, sem hafa fengið leyfi til að nota gæðamerkið skulu nota það sem mest, bæði á afurðir og til að vísa viðskiptavinum á þær. Framleiðendur og notendur gæðamerkisins, sem hafa ekki lengur með höndum rekstur samkvæmt viðurkenndum reglum um notkun þess, er skylt að tilkynna það til stjórnar Breint frá býli, eða upplýsa um að þeir noti merkið ekki lengur.
Þeir sem hafa leyfi til að nota merkið, missa leyfið og réttinn til að nota það, ef þeir hætta sem félagsmenn.

Samtökin Breint frá býli áskilja sér rétt til þess að fylgjast með því að skilyrðum fyrir notkun gæðamerkisins séu uppfyllt og að grípa til aðgerða ef vafi leikur á því.

Hugmyndafræðin að baki gæðastaðalsins
Tilgangurinn með því að skilgreina gæðastaðalinn - „Frá fyrstu hendi“ - er sá að gera hann að skipulegu tæki fyrir samtökin Breint frá býli til þess að styrkja stöðu sína á samkeppnismarkaði.

Skilgreiningin á gæðastaðlinum gegnir ekki hlutverki reglna sem á að hengja upp á vegg og minnast einungis við sérstök tækifæri. Hann á hins vegar að minna okkur á að starfa í anda stefnumiða okkar og að vera samgróinn okkur.

Grunngildi og verðmæti
Náttúruleg verðmæti býlanna gefa framleiðslu okkar mikilvægt gildi. Framleiðsla undir merkjum Breint frá býli leggur áherslu á eftirfarandi grunngildi:

Menning; Matur af heimaslóð. Saga. Hefðir. Sérkenni.
Umhyggja: Traust. Gæði. Persónuleg samskipti. Ábyrgð á náttúrunni
Upplifun: Andstæður. Fjölbreytni. Nánd við; fólk, dýr, búskap og náttúru.

Framleiðsla innan Breint frá býli er fjölbreytt. Þessi fjölbreytni er styrkur í sjálfu sér og bætir samkeppnisstöðuna. Það hlýtur þó að vera breytilegt á milli fyrirtækja hvað þau leggja áherslu á, jafnframt því að hvetja þau til að virkja nýjar hugmyndir sem falla að grunnhugmyndunum.

Birt:
Dec. 8, 2012
Höfundur:
Beint frá býli
Uppruni:
Beint frá býli
Tilvitnun:
Beint frá býli „Frá fyrstu hendi “, Náttúran.is: Dec. 8, 2012 URL: http://www.natturan.is/d/2012/12/08/fra-fyrstu-hendi/ [Skoðað:July 6, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: