Umhverfisþing verður haldið þ. 14. október nk. á Hótel Selfossi. Á þinginu verður fjallað um náttúruverndarmál, þar á meðal nýútkomna hvítbók um endurskoðun náttúruverndarlaga, friðlýsingar, ferðaþjónustu, útivist, náttúruvísindi og viðmið fyrir náttúruvernd.

Heiðursgestur er Ella Maria Bisschop-Larsen, formaður Dönsku náttúruverndarsamtakanna sem fagna 100 ára afmæli í ár.

Dagskrá þingsins og nánari upplýsingar er að finna á vef umhverfisráðuneytisins.

Nauðsynlegt  er að skrá þátttöku í þinginu. Skráning fer fram á www.umhverfisraduneyti.is eða í síma 545 8600.

Drög að dagsrkrá umhverfisþingsins:

08:15 - 09:00       Skráning þinggesta
09:15 - 10:15 Þingsetning

Ávörp

 • Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
 • Ella Maria Bisschop-Larsen, formaður Danmarks Naturfredningsforening
 • Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga
 • Guðmundur Páll Ólafsson, líffræðingur og rithöfundur
 • Fulltrúi ungmenna

Kaffihlé

10:45 - 13:00 Kynning á hvítbók um náttúruvernd

 • Aagot V. Óskarsdóttir, lögfræðingur og starfsmaður nefndar um endurskoðun náttúruverndarlaga
 • Umræður um hvítbók í heimskaffi, stjórnandi Sigurborg Kr. Hannesdóttir

Matarhlé

14:00 - 16:30 Málstofur

A. Friðlýsingar og framkvæmd náttúruverndaráætlunar

Málstofustjórar:
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Reykjavík
Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs hjá Landsvirkjun

 • Kynning á hvítbók um friðlýsingar og framkvæmd náttúruverndaráætlunar Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
 • Yfirskrift birt síðar Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri Hörgárbyggðar
 • Sjónarmið landeigenda Ragnhildur Helga Jónsdóttir, sauðfjárbóndi Ausu Andakíl
 • Fulltrúi umhverfisverndarsamtaka NN

B. Náttúruvísindi og viðmið fyrir náttúruvernd

Málstofustjórar:
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkur
Kristín Svavarsdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins

 • Kynning á hvítbók um vísindalegan grunn og viðmið fyrir náttúruvernd Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúruverndarstofnunar Íslands
 • Landslag og víðerni Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
 • Endurheimt vistkerfa Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins
 • Vernd jarðminja Lovísa Ásbjörnsdóttir, Kristján Jónasson og Sigmundur Einarsson, jarðfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

C. Útivist, ferðaþjónusta og náttúruvernd

Málstofustjórar:
Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Laugarvatn Fontana
Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála Höfuðborgarstofu

 • Almannaréttur og útivist Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur
 • Náttúruvernd sem undirstaða ferðaþjónustu Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði við Háskóla Íslands
 • Þolmörk ferðamannastaða/álagsstýring Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands
 • Náttúra og útivist – andleg og líkamleg næring Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og fararstjóri

D. Málstofa ungmenna

16:30 - 17:00 Samantekt og þingslit
Síðdegishressing í boði umhverfisráðherra

Nánari upplýsingar og skráning á vef umhverfisráðuneytisins.

Ljósmynd: Hvítsmári, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
Oct. 3, 2011
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Umhverfisþing 21011“, Náttúran.is: Oct. 3, 2011 URL: http://www.natturan.is/d/2011/10/03/umhverfisthing-21011/ [Skoðað:Sept. 17, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: