Heilsa hefur í samstarfi við Ecover ákveðið að stofna sjóð sem mun styrkja verkefni er stuðla að bættri umhverfisvitund á Íslandi. Valið verður verkefni sem mun miða að bættri umhverfisvitund, t.d. þróun námsefnis, rannsókna á vatnasvæðum eða strandlengju til að sporna við óæskilegri umgengni s.s. frárennsli eða öðrum mengandi þáttum, hreinsun ákveðins landsvæðis, endurvinnslu úrgangs, gerð námsefnis í umhverfisvernd eða eitthvað annað verkefni sem klárlega mun nýtast til verndar íslenskri náttúru.

Verkefnið er unnið í samstarfi við og stutt af Umhverfisráðuðneytinu
Heilsa og Umhverfisráðuneytið hafa gert með sér samkomulag um að Umhverfisráðuneytið aðstoði við kynningu á verkefninu og veiti faglega ráðgjöf við val á umsóknum til að tryggja að sem bestur árangur náist og fjármunir nýtist sem best.

Heilsa tryggir lágmarksstyrk að fjárhæð 300 þúsund kr. og verður veittur einn styrkur á ári. Að öðru leiti er styrkveitingin byggð á sölu ársins á Ecover vörum og vonandi tekst að safna hærri upphæð þegar tímar líða fram. Hægt er að ná í umsóknareyðublöð hér á vef Heilsu. Styrkurinn verður afhentur 30.apríl á Málþingi Græns Apríl.

Samstarfsaðilar að þessu verkefni eru Heilsa, Umhverfisráðuneytið og söluaðilar á Ecover vörum um land allt.

Nánari upplýsingar um Umhverfisverndarverkefni Ecover og Heilsu  er að finna á www.heilsa.is . Einnig er hægt að senda tölvupóst á heilsa@heilsa.is eða hringja í síma 533 3232.

Birt:
March 18, 2011
Tilvitnun:
Þórarinn Þórhallsson „Heilsa stofnar sjóð til styrktar umhverfisverkefna“, Náttúran.is: March 18, 2011 URL: http://www.natturan.is/d/2011/03/18/heilsa-stofnar-sjod-til-styrktar-umhverfisverkefna/ [Skoðað:March 20, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: March 21, 2011

Messages: