Málstofa á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands um hvali, vistfræði verður haldin þriðjudaginn 24. febrúar í Öskju, Sturlugötu 7, stofu 131 og hefst kl. 16:45.

Markmið málstofunnar er að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um þessi umdeildu dýr í sjávarlífríkinu.

Gísli Víkingsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, mun fjalla um útbreiðslu og fæðuhætti stórhvala á Íslandsmiðum og greina m.a. frá nýjum rannsóknaniðurstöðum.

Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, mun beina sjónum að vistfræðilegri stöðu hvala í sjávarlífríkinu og horfa gagnrýnum augum á ýmsar líffræðilegar forsendur að baki hvalveiðum.
Birt:
Feb. 23, 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Hvalir við Ísland: vistfræði og veiðar “, Náttúran.is: Feb. 23, 2009 URL: http://www.natturan.is/d/2009/02/23/hvalir-vio-island-vistfraeoi-og-veioar/ [Skoðað:Dec. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: