Í yfirlýsingu frá Landvernd segir:

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála stjórnsýslukæru vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir álver í Helguvíks. Náttúruverndarsamtökin krefjast þess að framkvæmdaleyfin sem gefin voru út af sveitarstjórnum Reykjanesbæjar og Garðs þann 12. mars. s.l. verði fellt úr gildi. Til bráðabirgða er þess krafist að framkvæmdir verði stöðvaðar án tafar þar til mál þetta hefur verið til lykta leitt, sbr. 6. mgr. 8. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. einnig 29. stjórnsýslulaga 37/1993. Sjá frétt um kæru NSÍ.

Landvernd styður kæru Náttúruverndarsamtaka Íslands enda byggja hin kærðu leyfi á áliti Skipulagsstofnunar sem Landvernd hefur krafist ógildingar á með kæru sinni til umhverfisráðherra.

Birt:
March 28, 2008
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Landvernd lýsir yfir stuðningi við stjórnsýslukæru NSÍ “, Náttúran.is: March 28, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/03/28/landvernd-lysir-yfir-stuoningi-vio-stjornsyslukaer/ [Skoðað:Dec. 2, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: