Áfangasigur í baráttu fyrir þjóðgarði - Tilkynning frá NSÍ
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að leggja fram frumvarp um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Frumvarp er feli í sér friðlýsingu alls vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum.
Þessi ákvörðun ríkisstjórnar Íslands er tvímælalaust viðbrögð við harðri og langvinnri baráttu náttúruverndarhreyfingarinnar á Íslandi fyrir verndun hálendisins, einkum norðan Vatnajökuls. Í þeirri baráttu nutu Náttúruverndarsamtök Íslands fjárhagslegs og faglegs stuðnings Alþjóðanáttúruvernadarsjóðsins (WWF – Arctic Programme).
Náttúruverndarsamtök Íslands vænta þess að Langisjór bætist við fyrirhugaðan þjóðgarð við þinglega afgreiðslu málsins.
Sjá vef NSÍ.
Sjá vef WWF-Arctic Programme.
Birt:
Nov. 11, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Áfangasigur í baráttu fyrir þjóðgarði - Tilkynning frá NSÍ“, Náttúran.is: Nov. 11, 2006 URL: http://www.natturan.is/d/2007/03/19/afangasigur_tjodg/ [Skoðað:Dec. 4, 2023]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 19, 2007
breytt: May 15, 2007