Vínó ehf. fær vottun

Víninnflutningsfyrirtækið Vínó ehf. í Mosfellsbæ hefur fengið vottun Vottunarstofunnar Túns til innflutnings og markaðssetningar á vínum frá Suður-Ameríku, sem framleidd eru úr víný rúgum samkvæmt alþjóðlegum reglum um lífræna ræktun.

Vottunin nær til nokkurra tegunda af hvítvíni og rauðvíni frá Argentínu og Chile. Með henni er staðfest að vín þessi eru framleidd samkvæmt kröfum sem eru sambærilegar við þær sem gerðar eru til lífrænnar vínræktar og víngerðar í Evrópu.

Vínó ehf. er fyrsti íslenski innflytjandi vína sem hlýtur vottun samkvæmt reglum um lífræna framleiðslu. Jafnframt er fyrirtækið hið fyrsta hér á landi sem hlýtur vottun sem krafist er til markaðssetningar á lífrænum vörum sem fluttar eru inn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Með vottun Túns er staðfest að víný rúgur sem notaðar eru til víngerðarinnar eru ræktaðar með lífrænum aðferðum, þ.e. án tilbúins áburðar og eiturefna, og að víngerðin uppfylli kröfur sem gerðar eru til úrvinnslu lífrænna hráefna.

Lífræn vínrækt og víngerð er í mikilli sókn

Vottunin staðfestir einnig að fyrirtækið Vínó ehf. vinnur eftir alþjóðlegum reglum um innflutning, merkingar og markaðssetningu lífrænna afurða frá löndum utan EES.

Vínó ehf. flytur inn vín frá mörgum helstu vínræktarlöndum heims, þar á meðal frá Eyjaálfu, Norður- og Suður-Ameríku. Lífrænu hvít- og rauðvínin sem Vínó ehf. flytur inn eru framleidd og vottuð í Chile og Argentínu og eru markaðssett undir merkjunumBlack River, Adobe og Coyam. Hið síðastnefnda, Coyam rauðvínið, kemur frá Emiliana Organico í Chile, sem mun nú vera stærsti framleiðandi heims á lífrænum og bío-dynamiskum vínum.

Lífræn vínrækt og víngerð er í mikilli sókn

Þúsundir hektara eru nú vottaðar víða um heim í lífrænni ræktun á víný rúgum, en náttúrulegar aðferðir eru grundvöllur þeirra gæða sem þar er sóst eftir. Enda hefur framleiðsla á lífrænum vínum aukist gríðarlega á undanförnum árum. Þetta endurspeglast glöggt á fjölþjóðlegum vörusýningum vínframleiðenda þar sem vín úr lífrænt og bío-dynamiskt ræktuðum þrúgum verða sífellt fyrirferðarmeiri.

Lífrænar afurðir hafa þá sérstöðu á markaði að allur ferill þeirra, frá ræktun eða söfnun hráefna, til pökkunar í neytendaumbúðir, er undir eftirliti óháðs aðila, þ.e. vottunarstofu sem fylgist með því að uppruni og meðferð afurðanna sé í samræmi við alþjóðlegar kröfur um lífræna framleiðslu.

Vottunarstofan Tún hóf vottun lífrænna afurða á Íslandi árið 1996. Síðan þá hafa tugir bænda og fyrirtækja – hlotið vottun og er Vínó ehf. hið 68. í röðinni. Auk þess vottar Tún framleiðslu nokkurra fyrirtækja á náttúruvörum og aðföngum til lífrænnar framleiðslu.

Sjá lista hér á Grænum síðum yfir þá aðila sem hafa vottun frá Túni hér á landi.
Sjá nánar um vottunarstofuna Tún á vef fyrirtækisins.

Nánar um Tún:
Vottunarstofan Tún ehf.
Gunnar Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Laugavegi 7, 101 Reykjavík
511 1330 og 820 4130
tun@mmedia.is, tun@tun.is
www.tun.is (vefur í vinnslu sem stendur)

Nánar um Vínó:
Vínó efh.
Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri
Krókabyggð 5, IS-270 Mosfellsbær
568 2290 og 860 2290
vino@vino.is
www.vino.is

Birt:
Jan. 16, 2008
Höfundur:
Vottunarstofan Tún
Tilvitnun:
Vottunarstofan Tún „Vín úr lífrænt ræktuðum vínþrúgum frá S-Ameríku nú seld á Íslandi:“, Náttúran.is: Jan. 16, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/01/16/vin-ur-lifraent-raektuoum-vinthrugum-fra-ameriku-n/ [Skoðað:Feb. 2, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 20, 2008

Messages: