FiskvottunarmerkiOrð dagsins 19.júní 2008

Ufsaveiðar Norðmanna fengu í gær umhverfisvottun alþjóðlegu vottunarsamtakanna MSC (Marine Stewardship Council). Þetta er fyrsta MSC-vottunin sem norskar útgerðir fá, en með þessu verður hægt að markaðssetja og selja um 250.000 tonn af MSC-vottuðum norskum ufsa árlega. Samtök útvegsmanna í Noregi (Fiskebåtredernes Forbund) líta á vottunina sem mikilvægan þátt í að undirstrika lögmæti og sjálfbærni norskra fiskveiða, auk þess sem hún muni reynast mjög dýrmæt við sölu á norskum ufsa á umhverfismeðvituðum mörkuðum. Vottunin sem tilkynnt var um í gær nær til tveggja stórra útgerðarfyrirtækja, en fjögur önnur norsk útgerðarfyrirtæki hafa þegar hafið undirbúning að sams konar vottun fyrir þorsk, þsu, makríl og síld.
Lesið frétt World Fishing í gær
og frétt á heimasíðu Fiskebåtredernes Forbund

Birt:
June 19, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Marine Stewardship Council vottun“, Náttúran.is: June 19, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/06/19/marine-stewardship-council-vottun/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: June 20, 2008

Messages: