Yfirlýsing forsætisráðherra eða skýring hans á hvalveiðistefnu stjórnvalda í umræðum á Alþingi í gær bendir til að hvalveiðar eigi ekki mikla framtíð fyrir sér. Forsætisráðherra sagði að sjávarútvegsráðherra fylgi „þeirri stefnu sem mörkuð var í fyrri ríkisstjórn; að halda úti þessum takmörkuðu veiðum í stuttan tíma.”

Tilgangurinn er, sagði Geir H. Haarde, „Meðal annars til að halda fram rétti okkar í þessu máli gagnvart öðrum þjóðum.”*

Orð forsætisráðherra eru merki um að hvalveiðar eigi ekki mikla framtíð fyrir sér. Jafnvel þó vísað sé til stefnu fyrri ríkisstjórnar. Hvalveiðar eru stundaðar hér tímabundið og í takmörkuðum mæli, að því virðist til að sýna útlendingum hvar Davíð keypt ölið. Helmingur þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr hefur lýst andstöðu við veiðarnar og telur að þær geti skaðað hagsmuni Íslands.

Er ekki kominn til að stjórnvöld viðurkenni að hvalveiðar heyra sögunni til?

*Ekki er ljóst hvað forsætisráðherra á við með rétti Íslands en ljóst er farstofnar á borð við hvali falla ekki undir rétt strandríkja til nýtingar. Heldur segir í 65. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að:

1. The coastal State and other States whose nationals fish in the region for the highly migratory species listed in Annex I shall cooperate directly or through appropriate international organizations with a view to ensuring conservation and promoting the objective of optimum utilization of such species throughout the region, both within and beyond the exclusive economic zone. In regions for which no appropriate international organization exists, the coastal State and other States whose nationals harvest these species in the region shall cooperate to establish such an organization and participate in its work.

Almennt er viðurkennt að orðalagið „shall cooperate directly or through appropriate international organizations” túlkað svo að átt er við samstarf innan vébanda Alþjóðahvalveiðráðsins. Þessi skilningur var áréttaður í samþykkt Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem haldin var í Ríó árið 1992. Ísland staðfesti þennan skilning með því að sækja um inngöngu í Hvalveiðráðið á ný eftir að hafa verið utan þess í áratug og reynt að stofna nýja alþjóðlega stofnun, NAMMCO, til að stýra nýtingu og verndun hvala, en mistekist.

Mynd frá Greenpeace. 

Birt:
May 22, 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Athyglisverð yfirlýsing forsætisráðherra“, Náttúran.is: May 22, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/05/22/athyglisvero-yfirlysing-forsaetisraoherra/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: