Fyrirtækið Villimey slf., sem er í eigu Aðalbjargar Þorsteinsdóttur á Tálknafirði, hefur nú fengið alþjóðlega vottun Vottunarstofunnar Túns til sjálfbærrar söfnunar á villtum íslenskum plöntum. Vottunin nær til tæplega 80 ferkílómetra landsvæðis í Tálknafirði og Arnarfirði og mun Villimey slf. nýta villtar plöntur af svæðinu til fjölþættrar framleiðslu á lífrænum heilsuvörum, græðikremum og snyrtivörum. Vottorð þessu til staðfestingar var afhent á Tálknafirði í gær.

Vottun þessi markar tímamót að því leyti, að aldrei fyrr hefur jafn stórt landsvæði á Íslandi verið vottað til lífrænnar framleiðslu. Jafnframt er vottunin áhrifarík vísbending um vakningu á landsbyggðinni þess efnis, að hreint og ómengað gróðurlendi Íslands er vannýtt auðlind, svo fremi að gætt sé sjálfbærrar nýtingar og lífrænna aðferða við öflun og meðferð hráefna.
Sjá fréttatilkynninguna í fullri lengd.
-
Myndin er af Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur við tínslu birkilaufs á heiðinni milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar í byrjun júní 2005.
Hér til hægri er vottunarmerki Vottunarstofunnar Túns.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Jan. 27, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Villimey fær lífræna vottun“, Náttúran.is: Jan. 27, 2007 URL: http://www.natturan.is/d/2007/03/16/villimey_vottun/ [Skoðað:Dec. 9, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 16, 2007
breytt: Jan. 16, 2008

Messages: