Háskólinn í Geuelph í Kanada hefur hætt rannsóknum sínum á hinum umdeildu erfðabreytingum á svínum sem gekk undir því undarlega nafni „Enviropig“ en „Umhverfissvínið“ hefði orðið fyrsta erfðabreytta dýrið ætlað til átu. Mótspyrna 18 félagasamtaka gegn rannsóknunum hefur án efa haft mikil áhrif en erfðabreyting á svínum hefði getað haft í för með sér að hæstbjóðandi fyrirtæki hefði getað fengið einkaleyfi á svínum líkt og nú er um erfðabreyttar matplöntur eins og maís og aðrar korntegundir (sbr. Monsanto).

Iðnaðarrisinn Ontario Pork hætti að lokum við áform sín og drógu fjárframlög til rannsóknanna til baka. Án fjárveitinga Ontario Pork er grundvöllurinn fyrir rannsóknunum brostinn og áform um erfðabreytingar á svínum hafa því verið lagðar á hilluna, í bili allavega.

Sjá nánar í grein á cban.ca

 

Birt:
April 4, 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hætt við erfðabreytingar á svínum“, Náttúran.is: April 4, 2012 URL: http://www.natturan.is/d/2012/04/04/haett-vid-erfdabreytingar-svinum/ [Skoðað:Dec. 5, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: