Í skýrslu nefndar grænlenska landsþingsins um álver er vitnað í álit breska ráðgjafarfyrirtækisins, CRU, fyrir landsþingið. CRU sérhæfir sig í málmum og orkumálum og er einn helsti ráðgjafi Landsvirkjunar (sjá vefsíðu Landsvirkjunar).

Í skýrslu landsþingsins er rætt um þá áhættu sem felst í því að taka fjárhagslega ábyrgð á virkjun fyrir álver. Bent er á reynsluna af Kárahnjúkavirkjun og virkjun í Qorlortorsuaq en báðar hafi tekið lengri tíma að byggja en ráðgert hafti verið.

Síðan segir í skýrslunni:
,,Udvalget har noteret sig, at CRU på denne baggrund har vurderet, at graden af anlægsrisiko i den traditionelle model [þar sem landsstjórnin virkjar en Alcoa á álverið] er uacceptabel for Grønlands hjemmestyre, og at alle overvejelser om opdeling af ejerskabet af vandkraft og aluminiumssmelter bør opgives.“

CRU er þarna á öðru máli en eigendanefnd Landsvirkjunar sem taldi á sínum tíma enga áhættu, ,,næstum hverfandi“, af því að eiga Kárahnjúkavirkjun.

Í skýrslu bresku ráðgjafanna, CRU, til grænlensku heimastjórnarinnar segir í niðurstöðu að ekki komi til greina að landsstjórnin eigi virkjunina. Eins og kunnugt er kusu og íslensk stjórnvöld þá leið að eiga Kárahnjúkavirkjun og þeim hætti opna leið til að greiða niður rafmagn til Alcoa Fjarðaáls.

CRU bendir á tvo hagfelldari valkosti fyrir grænlensku að heimastjórnina. Í fyrsta lagi að heimastjórnin og Alcoa stofni hlutafélag um virkjun og álver og í öðru lagi að Alcoa eigi hvort tveggja og greiði heimastjórninni afnotagjald fyrir náttúruna. Alcoamenn ku vilja fara fara hlutafélagsleiðina. 

Textinn úr skýrslu CRU til grænlensku landstjórnarinnar, 5. kafla, Ownership models.
Bls. 13-14.

,,Sole supplier of electricity

As mentioned above, the degree of commitment on behalf of the GHR [grænlensku heimastjórnarinnar] does not change the nature of the risks, only the level of risk. This option carries with is the same risks as above, but the potential impact is much more devastating, particularly in the case of the risk 1 [þetta er hætta á að dýrara verði að koma virkjuninni upp en áætlað var].

If the hydropower network construction costs rise above initial estimates, the GHR is now alone facing the consequences. Should the project be abandoned, the GHR is faced with gigantic losses and a stranded asset with much less potential for revenue. This is of course the worst of all potential outcomes, and its likelihood is low. Nevertheless, a substantial increase in capex [capital expenditure] would lead to a shrinking of the profit margin on the contracted tariff, to the point where the GHR’s initial investment is no longer justified.

Given that the construction of the power network is likley to cost in excess of $1 billion, which would have to be sourced entirely by the GHR, the risk degree is entirely unacceptable. Even if this amount were available at low interest, the particular mutual dependence between the smelter and power network and the lag time between their respective construction times makes separate ownership a risky proposition. Aluminium market fluctuations can be managed for. However, this risk is about loss of sizeable hard capital, and under exclusive ownership, there are no measures that can mitigate it. We therefore propose that this option be excluded from further consideration.“
Birt:
June 9, 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Grænlenska heimastjórnin hafnar Kárahnjúkaleiðinni“, Náttúran.is: June 9, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/06/09/graenlenska-heimastjornin-hafnar-karahnjukaleioinn/ [Skoðað:Dec. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: