Verslunin Toys'R'Us hefur tilkynnt Neytendastofu að hún hafi ákveðið að innkalla föndurperlur sem geta reynst lífshættulegar ef börn gleypa þær. Um er að ræða föndurperlur sem eru bleyttar með vatni til að festa þær saman. Upplýsingar um vöruna er að finna á blaðsíðu 64 í jólabæklingi Toys'R'Us.

Hér á vefnum er fjallað um öryggi leikfanga og í því sambandi leitast við að gera viðmótið einfalt og aðgengilegt fyrira alla, þegar á þarf að halda. T.a.m. er öryggi leikfanga tekið fyrir í „barnaherberginu“ og auk almennra upplýsinga vísað í þá aðila sem ábyrgð bera á því að innkalla leikföng sem úrskurðuð hafa verið hættulega. Sjá barnaherbergið.

„Leikföng sem markaðssetja á hér á landi eiga að vera CE-merkt. Á leikfanginu eða í notkunarleiðbeiningum sem því fylgir skal varað við þeirri hættu sem fylgir tilteknum leikföngum, ásamt upplýsingum um hvernig skuli brugðist við þeirri hættu. Leikföng eru merkt í samræmi við það aldursskeið sem þau henta fyrir. Þannig er hægt að sjá hvort að leikfang er hættulegt börnum á vissum aldri eða ekki. Á leikfanginu skal einnig vera nafn framleiðandans og merki ásamt heimilisfangi eða nafn og merki ábyrgðaraðila með heimilisfangi.

Neytendastofa hefur eftirlit með því að leikföng uppfylli kröfur um markaðssetningu leikfanga hér á landi. Sjá nánar á vef Neytendastofu. Á vef Neytendastofu má einnig fylgjast með hvaða vörur ESB er að innkalla hverju sinni.“

Sjá frétt á Reuters  

Myndin er af bls. 64 í vörubæklingi Toys'R'Us um Bindeez perlurnar.

Birt:
Nov. 9, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Föndurperlur innkallaðar“, Náttúran.is: Nov. 9, 2007 URL: http://www.natturan.is/d/2007/11/11/fndurperlur-innkallaar/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 11, 2007

Messages: