Í dag voru fyrstu tíu skólfustungurnar teknar að kerskála álvers í Helguvík. Framkæmdastjóri Landverndar sagði atburðinn sjónarspil þar sem ekki er búið að tryggja orku né losunarheimildir fyrir þetta fyrirhugaða álver. Auglýst var ný verið eftir umsóknum um losunarkvóta og þykir ljóst að ekki fái allir sem vilja. Ósamstaða virðist meðal ráðherra Samfylkingar um málið þar sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var einn nímenninganna sem hóf gröftinn en Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur lýst efasemdum um þessa framkvæmd. Engin formleg mótmæli voru á staðnum en nokkrir einstaklingar mótmæltu og taldi lögregla nauðsynlegt að fjarlægja tvo mótmælendur með valdi.

Blikur gætu verið á lofti í okrumálum á suðvesturlandi í kjölfar öflugrar hrinu jarðskjálfta í Ölfusi. En talið er að virknin muni færast vestur á Hellisheið og gæti látið á sér kræla á næstu árum. Jarðhræringar á suðurlandi hafa á undanförnum árum haft töluverð áhrif á jarðvarmasvæði og eins gætu mannvirki og lagnir á Hellisheiði, Hverahlíð eða við Kolviðarhól verið í hættu ef jörð bifast þar með svipuðum hætti og nýlega í Ölfusi. Eins voru áform um svonefnda Bitruvirkjun lögð á hilluna ný verið eftir mikla andstöðu m.a. sunnlendinga og álit Skipulagsstofnunnar um óafturkræf umhverfisáhrif á viðkvæmu og merkilegu landssvæði.

Birt:
June 6, 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Sjónarspil í Helguvík“, Náttúran.is: June 6, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/06/06/sjonarspil-i-helguvik/ [Skoðað:Dec. 1, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: June 7, 2008

Messages: