Hjólbarðar
Veldu dekk sem innihalda ekki PAH-olíur í slitfleti dekksins (öll dekk innihalda PAH olíur en bara sum í slitfleti dekksins). Ekki nota nagladekk á veturna nema nauðsyn krefjist. Notaðu frekar harðkornadekk. Þegar þú losar þig við gömul dekk, þá getur þú skilað þeim í endurvinnslu Það er endurvinnslugjald á dekkjum. Það þýðir að þegar dekk eru keypt er búið að borga fyrir endurvinnslu þeirra. Gömul dekk eru endurnýtt í hellur og rólur. Þú getur einnig valið sóluð dekk, þau eru endurnýtt og þannig má spara auðlindir og orku.
Birt:
March 27, 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Hjólbarðar“, Náttúran.is: March 27, 2007 URL: http://www.natturan.is/d/2007/03/27// [Skoðað:Dec. 7, 2023]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 21, 2007