Hollvinasamtök Elliðaárdalsins voru stofnuð í gærkvöld. Sumir vilja kalla þetta síðasta dalinn í bænum, náttúruperlu sem þurfi að hlúa að og varðveita. Hópurinn sem stendur að samtökunum telur brýnt að skilgreina betur ytri mörk svæðisins, meðal annars með tilliti til byggðar, og ná sátt um vegaframkvæmdir og mannvirki á mörkum svæðisins og innan þess.

Forsaga stofnunar samtakanna er sú að sl. vor funduðu hverfaráð Árbæjar og Breiðholts um dalinn með embættismönnum og boðuðu til íbúafundar í formi heimskaffis þar sem mæting var mjög góð. Í lok fundar var skorað á hverfisráðin að stofnuð yrði hollvinasamtök um Elliðaárdalinn sem varð síðan af í gærkveldi.

Sjá almenningsgarða á Græna Íslandskortinu.

Ljósmynd: Ungt birki, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
April 13, 2012
Höfundur:
Ríkisútvarpið
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið „Hollvinasamtök Elliðaárdals stofnuð“, Náttúran.is: April 13, 2012 URL: http://www.natturan.is/d/2012/04/13/hollvinasamtok-ellidaardals-stofnud/ [Skoðað:Jan. 31, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: