Norðurlöndin og Evrópa hafa sett metnaðarfull markmið um orku- og loftslagsmál. Ef þau eiga að nást þarf að samþætta framleiðslu á endurnýjanlegri orku og uppbyggingu í evrópska orkukerfinu. Því er eitt af stærstu úrlausnarefnunum að hanna nýtt orkunet (SmartGrid).
Norrænar orkulausnir munu í samstarfi við 19 aðila frá 11 löndum vinna að rannsóknum á svokölluðum smart-netum til að leysa viðfangsefni framtíðarinnar. Verkefnið er unnið að tilstilli ESB.

Til að byrja með mun samstarfið felast í stórum verkefnum sem snúast um raforkukerfi, dreifikerfi fyrir raforku og samkeppnismál.

Smartnet er svokallað ERA-NET. Evrópska rannsóknastofan (ERA) og undiráætlanir hennar (ERA-NET) styrkir rannsóknasamstarf þátttakenda frá öllu ESB svæðinu. Í Smart-netssamstarfinu byggja Norrænar orkurannsóknir á langri reynslu af alþjóðasamstarfi og stjórnun alþjóðlegra rannsóknaverkefna, auk reynslu af samstarfi á norræna raforkumarkaðinum.

Smartnet munu gegna lykilhlutverki þegar framkvæmdaáætlunar ESB „Energy policy for Europe” verður innleidd. Á Norðurlöndum er til mikið af endurnýjanlega orku og þar er vel skipulagður norrænn raforkumarkaður. Norrænu ríkin hafa öll lagt sitt af mörkum til þessa samstarfs. Norrænir þátttakendur sem þegar eru í samstarfinu eru Norrænar orkurannsóknir, Rannsóknaráð Noregs og Energinet.dk í Danmörku, Orkustofnun í Svíþjóð og reiknað er með að rannsóknaráð Lettlands og Eistlands bætist í hópinn innan tíðar.

Nánari upplýsingar um SmartGrids verkefnið:
Lise Jørstad: lj@nordicenergy.net

Nánari upplýsingar um norræna orkumarkaðinn:
Amund Vik: av@nordicenergy.net
Birt:
Oct. 1, 2008
Höfundur:
Michael Funch
Tilvitnun:
Michael Funch „Norðurlöndin taka þátt í evrópsku rannsóknasamstarfi um orkunet (smart grid)“, Náttúran.is: Oct. 1, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/10/01/norourlondin-taka-thatt-i-evropsku-rannsoknasamsta/ [Skoðað:Dec. 5, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: