Norræna félagið býður þér á Óðinsgötuna í léttan hádegisverð undir fyrirlestri um umhverfismál.  Hádegisfyrirlestrarnir ganga undir nafninu„ Græna fjölskyldan“ þar sem fjallað verður um hvernig þú getur bætt umgengni þína við móður jörð.

Fyrirlestrarnir verða haldnir kl. 12:15 á hverjum fimmtudegi frá 10. september til 15. október. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Léttar veitingar verða í boði.
Breyttu til í hádegishléin! Komdu og eigðu notalegt og fræðandi hádegi í húsnæði Norræna félagsins!

Dagskrá:

10. september - Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur: Hvað hefur áhrif á hegðun okkar?

17. september - Sigrún Gunnarsdóttir frá Börnum náttúrunnar: Vistvænar leiðir í uppeldi og Oddný Vala Jónsdóttir: Taubleyjur og umhverfið.

24. september - Guðrún Bergmann frumkvöðull í vistvænum lífsstíl: Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl.

1. október - Anne Maria Sparf sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun: Vistvæn innkaup.

8. október - Karl Ingólfsson frá Landvernd: Vistakstur - sýnikennsla.

15. október - Eva Dögg Þorgeirsdóttir kynningar- og fræðslufulltrúi hjá Sorpu: Með náttúruna að láni.

Birt:
Sept. 9, 2009
Höfundur:
Norræna félagið
Tilvitnun:
Norræna félagið „Græna fjölskyldan - örnámskeið um umhverfismál“, Náttúran.is: Sept. 9, 2009 URL: http://www.natturan.is/d/2009/09/09/graena-fjolskyldan-ornamskeio-um-umhverfismal/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: